Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 26

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 26
Hrært út í majonnesið, steinselju stráð yf- ir. — Ágætt salat ofan á brauð. Hráar gulrœtur Sítrónusafi Súr rjómi Tómatar Gulræturnar rifnar. Rjóminn hálfþeyttur, kryddaður með sítrónusafa. Einnig er gott að hræra dálítið af sýrðri mjólk saman við, drýgir rjómann. Gulrótunum bland- að saman við. Skreytt með tómatabátum. 1 stór gulrót Sítrónusafi 1 stórt epli Sykur 1 appelsína Gulrótin rifin fínt, eplið gróft. Appelsínan skorin í bita. Öllu blandað saman. Krydd- að með sítrónusafa og sykri, ef þörf gerist. 2 rifnar gulrætur 1 epli í bitum 2 msk. brytjaðar rúsínur Öllu blandað saman, hellt yfir. Þetta salat er gott rjóma. 1 msk. brytjaðar hnetur Safi 1 sítrónu 1 tsk. sykur sítrónusafa og sykri að blanda í þeyttan Hvítkálssalut 200 g hvítkál 50 g þurrkuð epli eða 2 ný epli V2 tsk. sinnep 2 msk. sykur 4 msk. matarolía 2 msk. sítrónusafi 1 msk. vatn Hvítkálið skorið í fínar ræmur, eplin skor- in smátt (þurrkuð epli lögð í bleyti). Sósan hrist saman. Öllu blandað saman með tveimur göfflum. Ágætt salat með kjötréttum. Blómkálssalöt 1 litið blómkálshöfuð 1-2 tómatar 5 radísur 1 dl rjómi V2 lítill laukur Sítrónusafi Blómkálið brotið í smáar hríslur, laukur- inn skorinn smátt, radísurnar skornar í sneiðar, tómatarnir skornir í báta. Rjóm- inn stífþeyttur, kryddað með sítrónusafa og örlitlum sykri ef vill. Blandað varlega saman við grænmetið. Sleppa má rjómanum, en útbúa í þess stað olíusósu eins og i hvítkálssalatinu. NOKKRAR KÖKU- UPPSKRIFTIR Kókósterta 1 b. sykur V2 b. smjörlíki 3 egg 2 b. hveiti hnífsoddur sait 2 tsk. lyftiduft V2 b. mjólk 1 tsk. vanillusykur Appelsínubráð % dl sykur 3 msk. hveiti V2 dl appelsínusafi 2 msk. vatn 1 egg 1 msk. sítrónusafi börkur af M> appelsínu 2 msk. smjör 1 dl kókósmjöl Kakan: Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Eggjarauðunum hrært saman við. Hveiti, salti og lyftidufti sáldrað út í, hrært saman við ásamt mjólkinni og vanillunni. Stífþeyttum eggjahvítunum blandað varlega í deigið. Látið í vel smurð, brauðmylsnustráð mót. Bakað við meðalhita í nál. Yz klst. Bráðin: Hveiti og sykri blandað saman, ávaxtasafanum og vatninu hrært saman við. Soðið við hægan eld í 3-5 mínútur. Tekið af eldinum og kókósmjöli, eggi, rifnum appelsínuberki og smjöri hrært saman við. 26 Húsjreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.