Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 10
Rannveig Þorsteinsdóttir: Okkar á milli sagt Þegar þetta er skrifað, er 14. lands- þingi Kvenfélagasambands íslands ný- lega lokið og sömuleiðis stjórnarfundi Húsmæðrasambands Norðurlanda, sem hér var haldinn í fyrsta sinn, en hann var haldinn í beinu framhaldi af þing- inu. Þingið sjálft stóð i þrjá daga, frá mánudagsmorgni 21. ágúst til mið- vikudagskvölds 23. ágúst, og komu er- lendu gestirnir þá um kvöldið. Daginn eftir voru sameiginlegir fundir og samkomur, og á föstudeginum var far- ið í Reykjalund, að Hlégarði og til Þing- valla. Þá kvöddu innlendu fulltrúarnir, en stjórnarfundur Húsmæðrasambands Norðurlanda var haldinn laugardag og sunnudag. Á mánudag var farið með gestina í dagsferð austur að Gullfossi og víðar, en á þriðjudaginn skoðuðu þær söfn og kynntust stofnunum í Reykjavík. Þá var sú dagskrá tæmd, sem lögð hafði verið til grundvallar og fóru full- trúarnir heim miðvikudagsmorgun, nema dönsku konurnar, sem voru hér lengur og ferðuðust um. Eitt af því, sem gerðist fyrsta dag- inn var það, að fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum skýrðu fulltrúunum á landsþingi Kvenfélagasambands fs- lands frá starfsemi samtaka sinna, og vil ég rifja það upp í stórum dráttum. Frú Elísabet Jessen skýrði frá starfi dönsku húsmæðrafélaganna. Kvað hún aðaltilgang samtakanna vera, að styðja, vernda og bæta kjör heimil- anna. Vinna félögin að ýmsu, sem horf- ir til hagsbóta fyrir heimilin í efnahags- legu tilliti, þau veita fræðslu um barna- uppeldi og heilsugæzlu og reyna að vekja áhuga kvenna fyrir þjóðmálum með námskeiðum, fyrirlestrum og les- efni. Reyna samtökin að vekja konur til umhugsunar um það, að þær geta með félagsstarfi sínu haft áhrif á gang þjóðmála og átt þátt í því, að móta framtíð mannkynsins. Frú Elvy Winquist lýsti Martha-fé- lögunum í Finnlandi. Þau voru stofnuð árið 1899 og eru því elzt landssamtaka innan Húsmæðrasambands Norður- landa. Þessi kvennasamtök voru í fyrst- unni stofnuð sem þáttur í frelsisbar- áttu Finna til þess að vinna gegn áróðri frá Rússlandi um það, að Finnum myndi farnast betur við að verða inn- limaðir í það ríki. Martha-félögin hafa ætíð verið í senn fræðslufélög og þjóð- ernisfélög. Frú Vinquist sagði, að eitt af aðalverkefnunum væri að kenna hús- mæðrum sjálfum að meta gildi heim- ilisstarfanna í þjóðfélaginu. Fjármál vöruþekking, garðrækt, heimilismótun og félagsfræði eru vinsæl verkefni Martha-félaganna á námsskeiðum og í leshringum. Einnig vinna félögin að fé- lagslegum umbótum, svo sem hús- mæðraorlofi, bættum aðbúnaði fyrir gamalmenni og sumardvöl borgarbarna í sveitum. Frú Else Germeten, formaður norska húsmæðrasambandsins, sagði frá því, að norsku samtökin legðu áherzlu á sem allra víðtækasta fræðslu í öllum greinum. Á námskeiðum og í 10 H ú s I r e y j a n

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.