Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 14
Ekaterina Furtséva þekki svo vel af eigin raun bölvun styrj- aldar, að ekki hafi það verið innantómt hjal, er þær óskuðu friðar. I samtalinu við frú Meir spurði ég hana um atriði, er mun vera einstætt í verka- málalöggjöf Ísraelsríkis, sem sé, að eigin- konur verkamanna, sem ekki starfa utan heimila sinna, hafa atkvæðisrétt í verka- lýðsfélögunum, sem eiginmenn þeirra eru í. Spurningunni um þetta svaraði frú Meir á þann veg, að lsraelsmenn teldu húsmóð- ur engu síður starfandi þjóðfélagsþegn en þá, sem öðrum störfum sinna og þar af leiðandi ættu þær að hafa íhlutunarrétt, er rætt væri um málefni þeirrar stéttar, sem eiginmenn þeirra tilheyrðu. Þetta sýnist mér stórmerkt lagaákvæði. Torskildara er, að konur í írael geta ekki átt hlutdeild í Rabbínadómstólunum, sem hafa með höndum hjónavígslur og hjóna- skilnaði í ríkinu. Konur í ísrael hafa ekki haldið að sér höndum við uppbyggingu ríkisins. Frú Meir sagði, að þær hefðu ekki aðeins sam- þykkt, heldur krafizt, að rækja að sínum hluta útistörf og vopnaða vörzlu á sam- yrkjubúunum, sem lengst að hafa legið undir árásum óvinveittra Araba. Konur gegna mörgum ábyrgðarstöðum, margar stunda háskólanám og húsfreyjur, sem fyi’st og fremst sinna búi og börnum, vinna ómetanleg sjálfboðastörf við að mennta konurnar, sem til landsins flytja frá frum- stæðum ríkjum, hjálpa þeim að temja sér hreinlæti og aðra hollustuhætti og kenna þeim nýjar starfsaðferðir. Það er grimm kenning, en hefur oft sannast, að stærstu átökin gera menn við erfiðar kringumstæður og yfirvofandi lífshættu. Sú hugmynd, sem frú Meir gaf af þjóð sinni, sýndi óbilandi hugrekki, harðfylgi og dugnað, sem borið er uppi af hugsjón- inni um að skapa Gyðingaþjóðinni glæsi- lega framtíð. Vopn í þeirri baráttu er vilji til að veita öðrum lið. Því fleiri, sem öðl- ast möguleika til batnandi lífskjara og menningar, því færri ættu af vanþekkingu 14 H ú s I r e y j a n

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.