Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 19

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 19
heimilisþáttur Berið blóm og sumar í bœinn Oft verðum við vör við það, hversu sumarið er skammt og kalt hér á ís- landi. Því er okkur svo mikil nauðsyn að njóta þeirra góðu sólskinsdaga og sumar- mánaða, sem við eigum kost á. Látið blessuð blómin minna ykkur á sumarið úti og inni. Fátt prýðir meira heimilið en falleg blóm í vasa eða skál, hvort sem er ræktuð sumarblóm úr garði eða villt blóm utan af túni eða óræktuðu landi. En blómin njóta sín ekki alltaf jafnvel, og hver húsmóðir þyrfti að leggja alúð við það verk að koma blómunum fyrir á heimili sínu, svo að hvert blóm fái sýnt sitt vaxtarlag og feg- urð, svo sem unnt er. Hér fara á eftir nokkur góð ráð og leiðbeiningar um meðferð á afskornum blómum og villtum. Nota má margs kon- ar ílát undir blómin, og getur verið skemmtilegt að nota ýmis sérkennileg ílát, ker og krukkur, og einnig njóta mörg sum- arblóm sín betur í víðri skál eða á fati, en í þröngum vasa. Þá er heppilegt að nota sérstaka blómafætur, því að þá má auð- veldlega fá blómin til að standa hnarreist, svo að hvert einstakt þeirra njóti sín til fulls og setji sinn svip á heildarskreyting- una. Hafið það í huga, að oft á tíðum verða mjög mörg blóm saman ekki eins falleg og fá blóm, þar sem hvert þeirra sést þá betur. Fáein puntstrá í litlum, snotrum vasa eru furðu heillandi að sjá. Komið blómunum fyrir í stofu, þar sem þau falla vel inn í umhverfið, forðizt að láta þau skyggja á annað (t. d. málverk eða mynd), eða láta aðra hluti skyggja á þau. Gott er að hafa ýmsar reglur í huga, þegar blómum er raðað í vasa eða skál. Innan skamms komumst við að raun um, að þetta er afar skemmtilegt starf, 19

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.