Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 8
sumra furðanlega langt að kominna. — Óhætt er að segja, að íslenzkur refilsaum- ur skipi sérstöðu í þeim þætti menningar- sögunnar, sem að hannyrðum miðalda lýtur. Hve gömul eru þau klæði, sem hér hafa varðveitzt? Það er erfitt að ákveða með óyggjandi vissu, naumast eru þau eldri en frá 1250 —1300. Öll eru þau talin vera úr kaþólsk- um sið, þ. e. fyrir 1550, að undanskildum tveimur frá 17. öld, sem mjög eru frá- brugðin hinum og aðeins nefnd í ritgerð- inni til samanburðar. Er ekki mikilsvert að lögð sé rækt við rannsókn þessa efnis, engu síður en við rannsókn bókmennta fyrri alda? Jú, á Norðurlöndum, í Þýzkalandi, Englandi og víðar hafa miklar rannsókn- ir verið gerðar á vefnaði og útsaumi mið- alda, en inn í þá heild vantar einmitt til samanburðar rannsóknir frá Islandi. Menningarsaga hvers tímabils verður fyllri því fleiri þættir hennar sem eru rannsakaðir. Að hverju lutu rannsóknir þínar á flospjötlunni frá Heynesi? I þeirri rannsókn leitaði ég eftir hlið- stæðum vefnaði svo langt aftur, sem hægt var að rekja af myndum og rituðum heim- ildum, auk klæða. Sú slóð varð æði löng, því hún leiddi mig alla leið aftur til Sumera, sem áttu sína menningu þremur til fjórum árþúsundum fyrir Krist. Hjá forn Egyptum og Coptum má finna svip- aðan vefnað, og síðar sjást oft á myndum af pílagrímum og sérstaklega af Jóhannesi skírara, loðnar flíkur, sem að vísu er oft erfitt að greina hvort eru skinn eða flos- vefnaður. Svona athuganir leiða mann stig af stigi, svo að þær hugmyndir, sem maður hefur gert sér í upphafi fá stund- um alls ekki staðizt og niðurstaðan sann- ar eitthvað allt annað, en búizt var við í byrjun. Enn er órannsakað hvers vegna gerð hinna flosofnu felda, sem kallaðir voru röggvarfeldir og vararfeldir og voru viðurkenndur gjaldmiðill í viðskiptum Islendinga við erlenda kaupmenn á sínum tíma, féll niður með öllu. Mér hefur þótt gaman að lesa ritgerðir þínar. Ætlar þú ekki að láta gefa þær út á íslenzku? I ráði er að birta ritgerð um flospjötl- una frá Heynesi í Árbók Fornleifafélags- ins næsta ár, en eftir er að sjá hvort út- gefandi fæst að ritsmíðinni um íslenzka refilsauminn. Eygir þú möguleika á að halda áfram frekari rannsóknum á þessu sviði? Sem stendur er mér ekki ljóst hvernig það er hægt. Eg fékk styrk frá Vísinda- sjóði áður en ég fór vestur og geri því naumast ráð fyrir að njóta aðstoðar það- an á ný. Ef til væri starf fyrir mig við Þjóðminjasafnið myndi ég afar gjarna vilja vinna þar í trausti þess, að þá gæf- ist jafnframt tækifæri til rannsóknar- starfa, en ekki virðast sem stendur vera miklir möguleikar á þeim vettvangi. Var ekki erfitt að sinna heimili og námi samtímis? Börnin voru auðvitað orðin þreytt á að ég skyldi alltaf sitja við lestur og skrift- ir, en við hjálpuðumst öll að og þess vegna gekk þetta, þó að vinnudagurinn yrði stundum nokkuð langur. Ég naut góðra námsstyrkja, m. a. frá félagi heim- ilishagfræðinema, sem veittu mér óbeðið styrk úr sjóði, sem þær sjálfar safna í með ýmsu móti. Við bjóðum Elsu innilega velkomna heim og fögnum því merka verki, sem hún hefur unnið og vonandi verður undan- fari enn meiri vísindalegra starfa af hennar hálfu. S. Th. 8 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.