Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 12

Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 12
RÉTTINDI BARNSINS Framhald af bls. 9. un, sem skal vera skyldunám a. m. k. á barnaskólastigi. Það skal njóta mennt- unar, sem eykur almenna menningu og skapar því skilyrði á jafnræðisgrundvelli til að þroska hæfileika sína, dómgreind, siðgæðisvitund og félagslega ábyrgðartil- finningu til að verða þarfur þjóðfélags- þegn. Hagsmunir bárnsins skulu ráða gerðum þeirra, sem ákveða menntun þess og leið- beina þvi, en fyrst og fremst skal sú ábyrgð öll hvíla á foreldrum þess. Bamið skal njóta tækifæra til leikja og skemmtana, sem stefni að sama marki og menntun þess; þjóðfélagið og yfirvöld- in skulu hlynna að því að barninu gefist slík tækifæri. 8. atriði. Undir öllum kringumstæðum skal barnið vera meðal þeirra fyrstu, sem veitt er vernd og aðstoð. 9. atriði. Barnið skal verndað gegn hvers konar vanhirðu, misþyrmingum og svívirðu. Það má aldrei verða öðrum fé- þúfa. Barn skal ekki tekið í vinnu undir sann- gjörnum lágmarksaldri, því skal aldrei leyft né látið vinna nokkurt starf, sem getur stofnað heilsu þess í hættu, sneytt það menntun eða truflað þroska þess, andlegan, líkamlegan eða siðgæðislegan. 10. atriði. Barnið skal verndað gegn áhrifum, sem ala á óvild vegna kynþátta, eða trúarbragða, eða hneigð til rangsleitni. Það skal alið upp í anda skilnings, um- burðarlyndis, vináttu þjóða á milli, í anda friðar og alheims bræðralags. Gera skal barninu ljóst, að það eigi að beita orku sinni og hæfileikum í þjónustu meðbræðr- anna. Nú má vera að ykkur finnist hér hafi aðeins verið tekin fram sjálfsögð atriði um viðhorf þjóðfélagsins til barnsins. Ef svo er, þá er það góðs viti, því það væri sönnun þess, að okkar þjóðfélag hafi náð þeim þroska, sem fulltrúar rösklega átta- tíu þjóða telja æskilegan. Ekki þurfum við þó langt aftur í sögu okkar til þess að eygja, að önnur viðhorf hafi ríkt. — Barn- ið skal njóta allra þeirra réttinda, sem fram eru tekin í þessari yfirlýsingu — segir í fyrsta atriði. Hvað er langt síðan að farið var að tala um „réttindi" barnsins? Var ekki allt fram á þessa öld öfugmæli að tala svo? Voru það ekki foreldrar, aðrir uppalendur og fullorðna fólkið yfirleitt, sem höfðu allan rétt varðandi meðferð barnsins? Og ef við hverfum lengra aftur í tímann, er það þá fyrr en með kristninni, sem líf barnsins verður heilagt í okkar þjóðfélagi? Samkvæmt sumum öðrum trúarbrögðum er allt til þessa dags lagt á vald foreldra hvort barn heldur lífi eða er borið út und- ir vissum kringumstæðum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna orkar naumast mjög á huga örsnauðrar, frum- stæðrar móður, sem kannski stendur nú, á þessu augnabliki, gagnvart þeirri spurn- ingu hvort það, að halda lifinu í enn einu barni verði það hálmstrá, sem ofurselji alla fjölskylduna hungrinu, eða hamli um of ferð hennar um frumskóg eða hjarn- breiðu. En svo getur farið, að henni ber- ist síðar ómur af þessu ákalli um friðhelgi barnsins, verði því dyggilega á lofti haldið. Það getur líka verið, að einhver, sem býr við mildari lífskjör og les eða heýrir þessa yfirlýsingu, staldri við og hugsi með sér. Gæti ég þess, að börnin, sem ég kemst í snertingu við, hvort sem það eru mín börn eða annarra, verði ekki fyrir neinum þeim áhrifum af mínum völdum, sem ali með þeim hneigð til rangsleitni í annarra garð? Þó að engin von sé til þess, að svona yfirlýsing breyti á svipstundu til hins betra aðbúnaði þeirra barna, sem höllum fæti standa, þá má með sanní segja, að hér hafi verið klædd í orð hug- sjón, sem breyta myndi mörgu í mann- heimi, væri eftir henni lifað. Margar feg- urstu hugsjónir mannsandans hafa um 12 H ú s I r e y j a n

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.