Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 17
14. LANDSÞING KVENFÉLAGASAMBANDS ÍSLANDS ÁVARP FORMANNS K. Virðulega forsetafrú, háttvirtir þing- fulltrúar og aðrir viðstaddir. Frá því, er síðasta landsþing Kvenfé- lagasambands Islands var haldið, hefur látist heiðursforseti sambandsins, frú Ragnhildur Pétursdóttir. Hún andaðist hinn 9. janúar s. 1. Frú Ragnhildar mun ætíð verða minnst sem einnar mikilhæfustu og merkustu konu sinnar tíðar, en samband vort hef- ur alveg sérstaka ástæðu til þess að mínn- ast hennar, þar sem hún vann allra manna mest að stofnun þess og var forseti þess í 17 ár, fyrstu starfsárin, þ. e. meira en helming þess tíma, sem sambandið hefur starfað. Ég vil lítillega rifja upp á þessari stundu það, sem þó flestir þekkja um líf og starf frú Ragnhildar Pétursdóttur. Hún var fædd hinn 10. febrúar 1880 að Engey hér við Reykjavík, og var því rúmlega áttræð, er hún lézt. Ragnhildur Pétursdóttir ólst upp í Engey. Hefur því heimili ætíð verið við brugðið sem mynd- arheimili og sem þjóðlegu, íslenzku heim- ili, og virðist mér að upplag og uppeldi þeirra Engeyjarsystra hafi markað djúp spor í íslenzku þjóðlífi. Frú Ragnhildur Pétursdóttir fór ung til Noregs til þess að afla sér fræðslu í húsmæðrafræðum — en hugur hennar virðist snemma hafa beinzt að málum heimilanna. Eftir heimkomuna gerðist hún umferðakennari í húsmæðrafræðum hjá Búnaðarfélagi íslands, en þessi um- ferðarkennsla var þá alveg á byrjunarstigi — sem hún ef til vill getur talizt ennþá. Kom það oft fram siðar, að frú Ragnhild- ur hafði mikla ánægju af þessu starfi, og er víst, að í gegnum það hefur hún öðlast mikla þekkingu á viðhorfi og þörfum kvenna víðsvegar á landinu viðvíkjandi húsmæðrafræðslunni. Frú Ragnhildur gerðist síðar forstöðu- kona hússtjórnardeildar Kvennaskólans í Reykjavík, þegar hún var stofnuð, en hætti því starfi, er hún giftist eftirlifandi manni sínum, Halldóri Þorsteinssyni. Þau hjón bjuggu að Háteigi, sem þá var í út- jaðri Reykjavíkur og gerðu þann garð frægan á skömmum tíma. En þótt frú Ragnhildur hefði ærið verk að vinna sem húsmóðir á stóru, gestrisnu heimili, hélt hún áfram að vinna með áhuga að hugðarefnum sínum, sem voru húsmæðrafræðslan í landinu og efling heimilisiðnaðarins. Mun það hafa orðið henni kærkomið tilefni til þess að vinna að þessum málum, er landsfundur kvenna kaus hana, ásamt tveim öðrum konum, árið 1926 til þess að ræða við Búnaðar- félag Islands um aukin fjárframlög til húsmæðrafræðslunnar í landinu og frek- ari skipulagningu þeirra mála. Flutti frú Ragnhildur mál sitt á Búnaðarþingi 1927 og varð árangur þess málflutnings sá, að búnaðarþing kaus nefnd, skipaða henni, Sigurði heitnum Sigurðssyni, búnaðar- málastjóra og frú Guðrúnu Briem, sem einnig er látin, til þess að vinna að áliti um húsmæðrafræðsluna í landinu. Þessi álitsgerð var lögð fyrir búnaðarþing árið 1929. Er hún hin merkasta og var með henni lagður grundvöllurinn að hús- mæðrafræðslunni, eins og hún er fram- kvæmd enn í dag. II ú sf r ey j an 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.