Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 32
heildarsamtökin eigi eftir að vaxa með
verkefnunum.
Um leið og við ræðum síaukin og
vandasöm viðfangsefni fyrir fjölda kvenna
innan samtaka vorra, langar mig að
minnast þess, að nú á þessu ári eru liðin
50 ár frá því að sett voru hér á landi lög
um rétt kvenna til embættisnáms, náms-
styrkja og embætta. Lög þessi eru nr. 37,
'frá 11. júlí 1911.
Að mínum dómi voru þessi lög að sínu
leyti eins þýðingarmikil eins og stjórnar-
skrárbreytingin um kosningarétt og kjör-
gengi kvenna, sem kom síðar, og miklu
merkari en svo, að 50' ára árstíð þeirra
megi gleymast, þegar heildar-kvennasam-
tök landsins halda landsþing sitt.
Vér hljótum að tengja áhrif þessara
laga við starf vort, félagslega og menn-
ingarlega, og margar konur hafa sem ein-
staklingar haft af þeim gagn og þroska.
Um leið og raunverulegum þingstörf-
um verður lokið hér, en fyrir þingslit, á
þetta landsþing von á góðum gestum.
Hér verður haldinn stjórnarfundur
Húsmæðrasambands Norðurlanda í fyrsta
sinn eftir að Kvenfélagasamband fslands
gerðist þátttakandi í þeim samtökum.
Það er okkur gleðiefni, að úr því gat
orðið að þessi stjórnarfundur yrði hald-
inn hér nú, og við fögnum því mjög, að
forystukonur Húsmæðrasambands Norð-
urlanda geta komið hingað í heim-
sókn, þrátt fyrir það, að við neyddumst
til þess að breyta fundartímanum. Við
vonum, að þessar ágætu konur megi eiga
hér ánægjulega daga, og ég held, að við
væntum okkur nokkurs þroska af því,
að konur víðsvegar að af landinu fá tæki-
færi til þess að kynnast persónulega
stjórnarkonum í Húsmæðrasambandi
Norðurlanda.
Mig langar fyrir hönd okkar, sem sitj-
um í stjórn og varastjórn Kvenfélaga-
sambands fslands, að þakka fulltrúum
fyrir það, að þær koma til þings svo fjöl-
mennar. Af ástæðum, sem öllum eru
kunnar, var þinginu frestað um tvo mán-
uði. Um þá ráðstöfun má deila, svo sem
öll mannanna verk, en ég fullvissa yður
um, að ákvörðunin um frestun var tekin
að vandlega athuguðu máli og eftir beztu
samvizku. Vonum við, að samverustund-
irnar megi að einhverju leyti bæta upp
þau óþægindi, sem sköpuðust af óvissunni
um þinghaldið.
Ég vil engu spá um störf þessa þings,
sem nú er að hefjast, en ef við leitumst.
við að vinna með samvizkusemi og trú-
mennsku þau störf, sem fyrir liggja, þá
mun áfram miða, og einu má samband
vort aldrei gleyma: Það er verkefni þess
að styðja að því, að heimili landsins verði
sterk og mikils virtar stofnanir í landinu.
Það verkefni mega félagasamtök vor
aldrei vanrækja.
Ég segi 14. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands sett og bið Guð að blessa
störf þess.
Húsfreyjan
kemur út 4 sinnum á ári.
Ritstjórn:
Svafa Þórleifsdóttir
Laugavegi 33A - Sími 16G85
Sigríður Thorlacius
Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783
Elsa E. Guðjónsson
Laugateigi 31 - Sími 33223
Sigríður Kristjánsdóttir
Stigahlíð 2 - Sími 35748
Kristjana Steingrímsdóttir
Hringbraut 89 - Sími 12771
Afgreiðslu og innheimtu annast
Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33A.
Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu
kostar hvert venjulegt hefti 10 kr. Gjald-
dagi er fyrir 1. október ár hvert.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
32
Húsfreyjan