Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 28
HEIMILISÞÁTTUR
Nýr flibbi
q slitinni skyrtu
Margar húsmæður munu þurfa að taka til
höndum við þjónustubrögð, þegar haustar að,
og sumarfríi — eða sumarönnum lýkur.
Hér fara á eftir leiðbeiningar um viðgerð á
slitnum flibba, sem ekki er hægt að snúa við,
vegna þess að aukasaumar eða vasar, ætlaðir
fyrir spennur, sem eiga að gera flibbann stíf-
ari, eru á röngunni.
1. mynd. Slitna fiibba má gera sem riýja, ef
farið er að, eins og sýnt er á þessum myndum.
Ef ekki er til afgangur af efninu, verður að taka
efni til viðgerðarinnar neðan af skyrtunni, t. d.
af bakinu.
2. mynd: Sléttið vel úr flibbanum, leggið þunn-
an pappír yfir, og teiknið útlínur flibbans með
blýanti. Sníðið síðan eftir þessu sniði nýtt borð
á flibbann, en hafið 2 sm saumfar (auka má
saman í miðju, ef þess gerist þörf).
3. mynd. Leggið nýja borðið við, þannig, að
rangan snúi að slitnu hliðinni á flibbanum, nælið
það fast með títuprjónum.
4. mynd. Klippið þvert fyrir á báðum horn-
um, klippið síðan lítið vik inn, þar sem flibbinn
og hálslíningin mætast, en gætið þess að klippa
ekki alveg inn að flibbabrúninni.
5. mynd. Beygið saumfarið inn á rönguna
meðfram brúnum flibbans, og tyllið eða leggið
niður við í höndunum. Brjótið flibbann, eins og
sýnt er á myndinni og festið með títuprjónum
við hálslíninguna. Hafið flibbann brotinn og
boginn á meðan gengið er frá þessu, svo að
yfirborðið verði jafnt og slétt.
6. mynd. Saumið eina stungu um % sm frá
brún á réttu flibbans, og haldið síðan áfram með
stunguna meðfram brúninni við hálsinn, þar
sem nælt er með títuprjónum. Það getur verið
betra að þræða, áður en þessi stunga er saum-
uð, svo að ekki sé hætta á, að yfirborðið skríði
til og hrukkist.
28
Húsfreyjan