Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 33
Kópavogshælið Stærsta starfandi hæli hérlendis fyrir vangefið fólk er ríkishælið í Kópavogi. Frú Ragnhildur Ingibergsdóttir læknir veitir því forstöðu, en eiginmaður hennar, Björn Gestsson kennari, er ráðsmaður hælisins og kennir piltum þar handa- vinnu. Yfirhjúkrunarkona er frú Ásta Björnsdóttir, frú Steinunn Jónsdóttir kennir stúlkum handavinnu, en alls starfa um 40 manns við hælið, ef með eru taldir þeir, sem leysa fast starfsfólk af í sumar- leyfum. Fyrir skömmu kom ég að Kópavogi og skoðaði hælið með leiðsögn þeirra hjóna, frú Ragnhildar og Björns. Þarna dveljast nú 92 vistmenn og er þá húsrými notað svo út í yztu æsar, að einn þeirra sefur í skrifstofu yfirhjúkrunarkonunnar. Ver- ið er að byggja starfsmannahús til við- bótar við þau tvö hús, sem nú eru í notkun og rýmkast þá um, svo að hægt ætti að vera að bæta um 20 vistmönnum á hælið. Frú Ragnhildur Ingibergsdóttir kveðst alltaf hafa verið ákveðin í að mennta sig til þess að annast vangefið fólk, en þar sem það er ekki viðurkennd sérgrein inn- an læknisfræði, tók hún það ráð að fara að loknu læknisnámi hér heima til Sviss og leggja þar stund á sálarfræði afbrigði- legra barna. Síðan fór hún til Danmerkur og starfaði þar bæði á geðveikrahælum og fávitahælum. Björn Gestsson hefur framhaldsmenntun í sálarfræði afbrigði- legra barna og má því með sanni segja, að bæði hjónin séu óvenjulega vel búin undir það mikla starf, sem þau hafa tek- ízt á hendur með forstöðu Kópavogshæl- isins. Hérlendis eru ekki til neinar tæmandi skýrslur um fjölda vangefins fólks, en með hliðsjón af skýrslum frá Danmörku kvaðst frú Ragnhildur telja líklegt, að hérlendis myndu vera um 340 manns, sem vegna slíkrar örorku þörfnuðust hæl- isvistar og er þá miðað við þá, sem hafa greindarvísitölu 75 og þar undir. Hún sagði mér einnig, að fyrstu hæli fyrir slíka öryrkja hefðu verið stofnuð snemma á nítjándu öld í Austurriki, en hér var engin þess háttar stofnun til fyrr en Sólheimahælið var stofnað um hundrað árum síðar. Þróun í þessum málum hefur verið hæg hér, enda við margháttaða erf- iðleika að stríða. Um tíma var starfrækt hæli á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, svo stofnuðu templarar Skálatúnsheimil- ið fyrir vangefin börn, en Styrktarfélag vangefinna hefur nú gengið til liðs við þá um rekstur þeirrar stofnunar. Þegar svo Kópavogshæli var stofnað, voru vist- menn frá Kleppjárnsreykjum fluttir þang- að. Sem stendur er því ástandið í þessum málum þannig, að í Kópavogi er rúm fyrir 92 vistmenn, en mun fjölga upp í 112 eða þar um bil, áður mjög langt liður. Á Sólheimum eru 34 vistmenn og á Skála- túni eru 27 börn. Samtals er því til hælis- rúm fyrir 153 öryrkja þessarar tegundar, en mun í fyrirsjáanlegri framtíð aukast upp í 173, eða réttan helming þeirrar tölu, sem telja verður lágmark. Ætla ég ekki að þessu sinni að fjölyrða um þá knýjandi þörf, sem er fyrir úrbótum í þessu máli, en lýsa ögn frekar því, sem ég sá á Kópavogshælinu. Hælið er í tveim húsum, kvennadeild í öðru og karladeild í hinu, en starfslið býr í báðum húsum. Sunnan við húsin eru afgirt svæði til útivistar fyrir þá sjúklinga, sem ekki hafa heilsu til þess Húsíreyjan 33

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.