Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 5

Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 5
I grein heimilistækninnar virðist erfitt að takmarka fjölda námsgreina, en það er eindregin skoðun nefndarmanna, að þessi háskóli veiti sérmenntun, þeim er vilja sérhæfa sig á einhverju sviði bú- sýslu, og þess vegna verði að afmarka greinarnar glöggt. Ég ætla aðeins að lofa ykkur að heyra hvaða greinar er áætlað, að nemendur lesi við þessa deild: Stærðfræði, eðlis- fræði, eðlisefnafræði, teikningu, lífræna efnafræði (plast), en öll þessi fög verða lesin fyrri hluta námstímans, sem áætlað er, að taki tvö ár. Seinni hluti námsins er áætlað eitt og hálft til tvö ár. Nem- endur geta þá valið um tvær aðal grein- ar: Vélafræði og efnisfræði, en hliðar- grein er vinnufræði (arbeidslære — ar- beidsfysiologi — arbeidspsykologi — ar- beidsstudier og teknik) og áhaldafræði. Um vefnaðar- og vefjaefnafræði er ekki gert að ófrávíkjanlegu skilyrði að hafa stúdentspróf sem undirbúningsmenntun. Nemandinn þarf að hafa lokið prófi frá kennaraskóla í vefnaðar- og vefjaefna- fræði og hafa skírteini um kunnáttu í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, ensku og þýzku eða frönsku, sem jafnast á við stúdentspróf stærðfræðideildar í þess- um námsgreinum. Fyrra hluta námsins er hægt að lesa við hvaða háskóla sem er, og taka þaðan próf (tentamina) í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði, en aðalsérgreinina hugsar nefndin sér, að nemendur stundi við Chalmers-tekniska höjskule í Gautaborg og ljúkist á einu ári. — Og þá erum við komin að síðustu greininni, sem er hagfræði. Nefndin hef- ur lagt til, að hagfræðideildin yrði til að byrja með sett við Árósarháskóla. Náminu verði skipt í fimm tímabil, og hvert þeirra sé um fimmtán vikur. I hagfræðideildinni verða lesnar greinar eins og þjóðfélagshagfræði, félagsfræði, heimilishagfræði, bókhald, stærðfræði, skýrslugerð (statistik) og sosilogi. Komið hefur fram tillaga um að loka- próf við búsýsluháskólann nefnist ,,eko- logi-próf“, að titill kandidatanna verði „ekologi kandidat“ (cand. ekol.) Orðið ekologi er dregið af gríska orðinu oikos, sem þýðir hús, heimili eða bústaður. Stjórn búsýsluháskólans hugsar nefndin skipaða tveim til þrem fulltrúum frá hverju landi og hafa samtök húsmæðrá- kennara lagt til að að minnsta kosti einn aðili hvers lands verði sérmenntaður í húsmæðrafræðum. Stjórn skólans ákveð- ur, hverjir fullnægi inntökuskilyrðum í hvert sinn, gefur út prófskírteini og sem- ur reglugerð fyrir skólann og starfrækslu hans í samráði við stjórnir hásltólanna, sem deildirnar heyra undir. En hvað höfum við að gera við vísinda- lega menntun á sviði búsýslu? Það er svo, að búsýslan, eða húsmóð- urstörfin hafa orðið aftur úr í hinni öru þróun síðustu áratuga og í baráttunni fyrir jafnrétti kvenna og karla í öllum starfsgreinum hefur sú greinin, sem þó er mikilvægust fyrir þjóðfélagið i heild, húsmóðurstörfin, horfið í skugga annarra starfa í þjóðfélaginu. Húsmóðurstörfin hafa af mörgum verið ranglega lítilsvirt og jafnvel af sumum einskis metin, álitin það létt og auðvirðileg, að þau þurfi ekki að læra, og því síður að almenningi detti í hug, að hægt sé að gera þau að vísinda- grein. Ég hafði þó aldrei gert mér þessa lítilsvirðingu á heimilisstörfunum ljósa fyrr en á síðastliðnum vetri, er mér var boðið í afmælisveizlu jafnöldru minnar. Þar voru einnig niu ungar konur, flestar giftar og allar langskólagengnar, stúdent- ar og með einhverja háskólamenntun að baki, og unnu störf utan heimilanna. All- ar þessar ungu konur, að einni undanskil- inni, höfðu megnustu óbeit á húsmóður- störfum og töldu þau illa nauðsyn, sem ekki væri hægt að komast hjá, ef gengið væri í hjónaband. Þær veittust að mér, sem lagðist svo lágt að kenna þessi störf, og húsmæðraskóla töldu þær gagnslausar stofnanir. Þær gerðu sér ekki grein fyrir, H ú s f r ey j an 5

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.