Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 37

Húsfreyjan - 01.07.1961, Page 37
Svo spjölluðu þau um fjölskylduna Gekk það betur? Ekki mikið. Pabbi hans var atvinnulaus, var heima mestallan dag- inn og fékk ekkert kjöt að borða. Manni gat dottið í hug, að pabba hans Kurt fynd- ist það uppbót á kjötleysið að berja ein- hvern. En mamma hans hafði ekki barið hann — ekki í eitt einasta skifti í hálfan mánuð — ekki síðan hún talaði við Irene. Hann taldi auðvitað ekki hrindingar. Gleði Kurts var svo innileg yfir þessu, að minnstu munaði, að hann talaði án þess að stama. Og Peter hafði líka séð hann í friði i tvo daga eftir að hann kom sið- ast á sálgæzlustöðina — en svo byrjaði hann aftur, og hálfu verri en fyrr. Barði, sparkaði, sneri upp á handleggi — grimmd Peters var eins fjölbreytt og smáir vits- munir hans leyfðu. Irene hlustaði á þessi ósköp án þess að láta sér bregða. Samúð hennar liktist því, er verkmaður, sem meiri reynslu hef- ur, samhryggist félaga sinum og leiðbein- ir honum, hvernig nota megi gallað verk- færi. „Hvers vegna heldurðu að Peter hafi látið svona, Kurtie?“ spurði hún. „Hann er svo góður drengur, að hann get- ur ekki beinlínis langað til að meiða þig. Ættum við að athuga með hverju þú kannt að hafa ert hann?“ Þau spjölluðu um þetta fram og aftur. Kurt skildi Irene alltaf, ekki aðeins orð hennar, heldur augnaráð og eitthvað, sem streymdi frá henni og náði hans litla, kalda hjarta. Irene heyrði, hvernig honum varð léttara um mál og án þess að hann vissi, þá slakn- aði á spennu alls líkamans og um leið hurfu kækir hans. Hann varð rólegur, hendur hans, augun, jafnvel óvinir hans, orðin, urðu honum leiðitöm. Hann sá, að erfiðleikar voru enn á vegi hans, en nú var rætt um þá opinskátt og við það hvarf mikið af þeirri angist og skelfingu, sem hafði fylgt þeim. Irene kom honum í skilning um, að hann myndi geta sigr- azt á þeim. Hann — Kurt — var skyn- samur drengur, sem bjó yfir krafti, sem hann gat hagnýtt sér til framdráttar í baráttunni. Irene sýndi honum fram á, að þegar hafði nokkuð áunnizt, bæði heima og í skólanum. Mamma hans var hætt að berja hann. Hver vissi nema þau gætu líka fengið Peter til að hætta því. Pabbi? Ja — líklega var bezt að forðast hann sem mest í bili. Atvinnuleysi fer illa með fullorðna menn. Nú ætlaði hún að tala við Peter. Heitur lófi Kurts lá í kaldri hendi Irene. Já, hún var orðin köld, en litli lófinn vermdi hana. Irene reyndi að túlka með augunum ástríðu hjarta síns, sem nú barð- ist þunglega. Hún óskaði að ná sambandi við þennan dreng til frambúðar. Þetta var síðasta tækifærið. Hún vildi sanna Kurt, að hann gæti unnað og þegið ástúð, að skilningur hans nægði til að sigrast á öll- um erfiðleikum. Hún sagði ekkert, en þau horfðust i augu góða stund. Hún reyndi að arfleiða þennan dreng að unaði lífsins, sem hún hafði notið. Peter settist í sæti Kurts, grimmur, tólf ára harðstjóri með tómlegt andlit. Hann hlammaði sér í stólinn eftir að Irene hafði neytt hann með framréttri hendi til að heilsa. Hann ætlaði ekki að skipta sér af þessum kvenmanni, þó hann hefði komið til að tala við hana, hann varðaði ekkert um hana. Irene horfði rólega á hann. Hann var mannvera sem hún gat virt, þó hún gæti ekki elskað hann. Hún varð að reyna að vekja sjálfsvirðingu hans, því að framtíð Kurts hvíldi í hans höndum. Peter leit undan en leit svo á hana aft- ur. Hvers vegna knúðu þessi hlutlausu augu hann til að horfa á hana? Þau virt- ust ná til einhvers, sem var fjötrað innra með honum, eins og þau segðu: Ég veit að þú ert ekki heimskur. Ég veit, að þú ert pilturinn Peter, fangi sjálfs þín. Þú ert ekki vondur og þú geymir sjálfur lykilinn að fangelsi þínu. Þú getur opnað og kom- ið út í sólina til mín úr myrkri þínu. Komdu. H ú sf r ey j an 37

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.