Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 6

Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 6
Lærdóms- frami í júlímánuð s. 1. kom okkar ágæti sam- starfsmaður Elsa Guðjónsson heim eftir ársdvöl í Bandaríkjunum. Ekki hefur hún fremur venju setið auðum höndum þann tíma, heldur kemur hún heim með magisterspróf („Master of Arts“) í heim- ilishagfræði frá Washingtonháskóla í Seattle. Sem efni í aðalritgerð til þess prófs valdi hún að skrifa um íslenzkan refilsaum á miðöldum, en auk þess hef- ur hún á þessum tíma samið aðra rit- gerð um islenzkt efni, sem einnig er mjög athyglisverð og fjallar um íslenzkan flos- vefnað í fornöld. Tekur hún þar til rann- sóknar bút þann af flosofnu klæði, sem fannst í jörðu að Heynesi árið 1959. Hver var aðdragandi þess, að þú réðist í að halda áfram háskólanámi, Elsa? að þar væri kennt annað, en að elda graut og. skúra gólf og urðu undrandi, er ég nefndi næringarefnafræði og bóknám í þvotti og ræstingu. Slíkt álit þessara ungu kvenna er því miður álit allt of margra. En eru það ekki einmitt heimilin, sem byggja upp þjóðfélagið og ættu þau ekki að verða betri og fullkomnari ef aflað er menntunar á starfssviðum heimilanna jafnframt annarri menntun? Með stofnun og starfrækslu búsýslu- háskóla opnast nýjar leiðir til menntun- ar, leiðir, sem konum ættu að vera sér- lega hugþekkar. Með ekologi menntun ættu konur að vera vel til þess fallnar Maðurinn minn, Þór Guðjónsson, fékk styrk til vísindastarfa í eitt ár frá Banda- rikjastjórn og varð það m. a. til þess að ýta undir mig að vinna áfram að verk- efnum, sem ég hef verið að safna upp- lýsingum um hér heima undanfarin ár. Við fórum með börn okkar þrjú vestur, eyddum fyrstu vikunum í ferðalög í sam- bandi við fiskeldisathuganir þær, sem Þór vann að — vorum m. a. í Yellowstonþjóð- garðinum, þar sem krakkarnir kepptust við að telja birnina, sem þau sáu út um bílgluggana. Svo komum við okkur fyr- ir í Seattle, krakkarnir og ég innrituðumst í okkar skóla og svo tókum við til óspilltra málanna. Hvernig var þínu námi hagað? Til að taka magisterspróf, verður að ljúka námi, sem gefur 45 prófeiningar, þar af telst ritgerðin 9 einingar. Kennsla í háskólanum skiptist í í þrjú tímabil yfir veturinn. í lok hvers tímabils er tekið próf í þeim greinum, sem stundaðar hafa verið, en lokapróf úr öllum aðalgreinum, fer svo fram í lok kennsluársins. Meðal þeirra greina, sem ég tók á fyrsta kennslutímabili var ritgerðasmíð, „thesis writing", þar sem nemendum er kennt hvernig byggja eigi upp vísindalegar rit- gerðir, hvernig safna skuli gögnum til að rannsaka og finna nýjar leiðir í fram- leiðslu fyrir heimilin, t.d. vefnaðarvörur, búsáhöld og vélar, auk þess við nýtingu næringarefnanna. Menntunin frá búsýslu- háskóla ætti að vera sjálfsögð fyrir þær konur, er starfa við húsmæðrakennara- skóla og sömuleiðis mjög æskileg fyrir heimilisráðunauta. Vonandi tekst forráðamönnum hins væntanlega búsýsluháskóla að gera hann þannig úr garði, að hann styrki heimilin í öllum þeirra margvíslegu störfum og auki álit og virðingu manna á þessari starfsgrein. Steinunn Ingimundardóttir. 6 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.