Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 39

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 39
Ég ætla að spyrja þessi vini mína, sem hér eru inni — og það er allt gáfað fólk — hvort þeir haldi, að þú sért heimskur“. Irene sneri sér að áheyrendum og bað alla að rétta upp höndina, sem héldu að Ernst væri greindur piltur. Allir réttu upp hend- ina. Hélt nokkur að hann væri heimskur? Enginn. ,,Ég skil ekki í að þeim skjátlist öllum“, sagði Irene brosandi. Augu Ernst glóðu og hann lyfti höfðinu. En það var þetta með gólfhreinsunina. Gátu þau ekki gert það bærilegra fyrir hann? Ef hann reyndi að muna, að allt þetta góða fólk, sem vildi honum vel, hugsaði til hans hvern morgun, þegar hann átti að sópa gólfið, yrði það ekki styrkur? Ernst kinkaði kolli. Irene brosti og vissi að meira gat hún ekki gert. Hún hafði vitað, að sú stund kæmi, þegar þrautirnar tækju af henni ráðin og nú var stundin komin. En hún horfði á eftir Ernst, er hann gekk út, hnar- reistur og brosandi, munaðarlaus drengur, sem leitaði stuðnings í lífinu. Hafði henni tekizt að veita honum þann stuðning? Það myndi hún aldrei vita, en hún hafði gert allt, sem hún gat. Læknirinn reis á fætur og fékk Irene eitthvað að taka inn. „Svona — engar kveðjur", sagði hann og hún varð fegin. Hún vissi ekki af sér fyrr en heima í rúm- inu sínu og Ilse laut yfir hana. En her- bergið var líka fullt af börnum, börnum, sem hún hafði hjálpað. Hún sá þau svo greinilega. Æ, þau ættu ekki að sjá þján- ingu. Nei, þau voru ánægð. Hún heyrði allt í einu Ernst segja: ,,Nú er auðveldara að sópa“. Hún varð að muna eftir Ernst. Hún heyrði rödd hrópa. „Læknir, hún er að deyja“. Og læknirinn svaraði. „Það er hjartabilun — betri dauðdaga get ég ekki óskað henni“. Irene reyndi að brosa. Hana langaði til þess að segja lækninum að hjartað hefði ekki bilað, heldur sigrað, kvölin var horf- in. (Endursagt, örlítið stytt. — S. Th.). Ánægjulegar fregnir Rétt þegar þeta blað er að fara í prent- un eru að berast fyrstu fréttirnar um það, hvernig erlendu konunum, er sóttu hing- að stjórnarfund Húsmæðrasambands Norðurlanda, hefur getist að heimsókn- inni. Verður eigi annað séð en að heim- sóknin hingað til lands hafi jafnvel orðið þeim til meiri ánægju en þær höfðu áður gert sér vonir um. Mun „Húsfreyjan“ flytja nánari fregnir af þessu í næsta tölu- blaði. E F N I: Norrænn búsýsluháskóli (St. I.) ............ 3 Lærdómsframi (S. Th) ....................... 6 Réttindi barnsins (S. Th.) ................. 9 Okkar á milli sagt (Rannv. Þorsteinsd...... 10 Tveir gestir (Sigr. Thorlacius) ............ 13 Fimmtiu ára sigling (Kvæði e. Beigaldi) .... 16 Ávarp formanns K. í. á 14. landsþ. K. í.... 17 Heimilisþáttur (Sigr. Kristjánsd.) ......... 19 Manneldisþáttur (Kristjana Steingr.) ....... 22 Meðferð ungbarna (Margrét Jóhannesd.) .... 30 Kópavogshælið (S. Th.) ..................... 33 Dagsverkinu lokið (saga) ................... 35 Minnist þess að gjalddagi ,,Húsfreyjunnar“ er fyrir 1. okt., ár hvert. Þökkum skilvísa greiðslu á undanförnum árum. Væntum að svo verði enn þetta árið. II ú sf r ey j an 39

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.