Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 34
að vera á ferli utan þeirra. Umhverfis
þessi svæði og upp að húsunum hafa ver-
ið gróðursett tré, sem innan skamms
munu mynda fullkomin skjólbelti um allt
svæðið. Öll umgengni utanhúss sem inn-
an er með miklum snyrtibrag. A neðri
hæð í kvennadeild eru vinnustofur vist-
manna. Má sameina þær báðar, þegar
haldnar eru guðsþjónustur eða sýndar
kvikmyndir, en það er venjulega einu
sinni í viku. Hafa vistmenn af því mikla
gleði og sagði frú Ragnhildur, að bæði
kvikmyndavél og segulbandstæki, sem
Styrktarfélag vangefinna gaf hælinu,
væru til mikillar skemmtunar.
Piltamir binda bursta, bregða mottur,
vefa gólfdregla og hnýta nætur. Sagði
Björn að bezt væri að finna einhver þau
störf handa þeim, sem byggðust á fáum
handtökum, sem sífellt endurtækju sig.
Stúlkurnar spinna, prjóna, vefa og
sauma saman tuskur í púða. Þær vinna
öll ullarnærföt, sokka og peysur, sem nota
þarf á hælinu, vettlinga og tátiljur sá ég
lika og ofna og prjónaða þvottaklúta.
Fannst mér ganga kraftaverki næst, hve
margt var snoturlega unnið. Auðséð var,
að vinnan veitti mikla ánægju. Ekki má
þó ætla sjúklingunum of langa setu við
störfin, þá þreytast þeir og verða van-
stilltir. Vinnur því hver hópur aðeins tvo
tíma í einu. Burstarnir, sem piltarnir
búa til, eru seldir á Landsspítalann og
Vífilsstaðahæli, og eru að öllu leyti fylli-
lega nothæfir.
Frú Ragnhildur sagði að sjúklingarnir
hjálpuðu líka til við snúninga og innan-
hússtörf, sem og kartöflurækt. Það sem
skiptir óendanlega miklu máli fyrir vist-
menn á svona hæli, er að þar eru aldrei
gerðar til þeirra meiri kröfur en þeir eru
menn til að uppfylla. Þar er engin keppni
við heilbrigt fólk. Hver einstaklingur
verður hamingjusamur af því að leysa
það verkefni, sem miðað er við hans getu.
Á Kópavogshæli er svo að segja ein-
göngu fullorðið fólk. Þó eru þar tvö
fimm ára börn, sem Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur bað fyrir. Aðrir vistmenn
eru þessum börnum mjög góðir, enda
segir læknirinn það einkenni á flestu
vangefnu fólki, að það sé barngott.
Árlega koma nokkrar stúlkur til náms-
dvalar að Kópavogi. Stunda þær bóklegt
og verklegt nám þar í tvö ár og taka þá
próf, sem veitir þeim full réttindi til
þess að annast vangefið fólk. Hafa fimm
stúlkur lokið þessu prófi, en 3—5 kom-
ast að árlega. Hingað til hafa alltaf fleiri
sótt um námið, en hægt hefur verið að
veita viðtöku. Sagði læknirinn, að þær
hefðu reynst ákaflega vel, en einkum
þyrftu þær að vera glaðlyndar, þolinmóð-
ar og hlýlegar.
Frú Ragnhildur telur æskilegra að
haldið verði áfram að stækka Kópavogs-
hæli en að reisa hæli á fleiri stöðum. Sé
stofnunin stærri, þá má flokka vistmenn
eftir heilsufari og þá er einnig auðveld-
ara að fá sérmenntað fólk til starfa. Hún
kvað einnig miður heppilegt að byggja
stofnanir þannig upp, að öll stjórn hvíldi
á einni manneskju, æskilegra væri að
fleiri væru færar um að stjórna.
Eftir heimsóknina að Kópavogi er ég
sannfærð um, að þar er unnið mjög gott
starf og þar er vel búið að vistmönnum.
Þar eru lækningastofur og aðstaða til
greindarprófana, sem eru mjög nauðsyn-
legar til þess að hægt sé að gera sér grein
fyrir, hvaða þroskamöguleika einstakling-
urinn hefur.
Frú Ragnhildur er einstaklega hlýleg
og stillileg kona og vafalaust hefur hún
ómetanlega stoð í eiginmanni sínum við
hið erfiða ábyrgðarstarf, sem hún hefur
tekizt á hendur. Það er óhætt að fullyrða,
að enginn tekur að sér forstöðu svona
hælis annar en sá, sem vill liðsinna þeim,
sem hjálparvana eru umfram flesta aðra.
Slík störf verða aðeins unnin af hugsjón,
ekki í ábataskyni.
S. Th.
34
Húsjrcyjan