Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 20

Húsfreyjan - 01.07.1961, Qupperneq 20
sem gera má á margvíslega vegu, þegar hugmyndaflugið fær að ráða, og skapa þannig nýja skreytingu í hvert sinn. Blómum raðað á blómafót í skál 1 Austurlöndum sjást hinar fegurstu blómaskreytingar. Þar hugsa menn sér, að hvert blóm í skreytingunni hafi visst tákn, blómin standa eins og geislar út frá miðjunni. Bezt er að velja stærsta og frísk- legasta blómið til að mynda meginstoð- ina í heildarmyndinni. Hafið stilkinn 2V2 sinnum lengri en nemur hæð vasans eða breidd skálarinnar, sem notuð er. Setjið fyrstu blómin á miðjan fótinn, aftanverð- an. Þessi blóm benda til himna. Næstu blómin eru höfð lítið eitt styttri en hin fyrri og eigá að tákna hæðir og fjöll, þeim er einnig komið fyrir aftan til á fætinum við hlið hinna. Þriðji geislinn á að tákna mennina, blómin eru þá höfð % af lengd stærstu blómanna og er þeim komið fyr- ir framan við hin blómin og mega sveigjast til annarrar hvorrar hliðar. Að síðustu er komið fyrir lágum blómum, um helm- ingi styttri en lengstu blómin, framan við hin blómin á fætinum. Þau eiga að liggja niður við fótinn eða skálarbarminn og jafnvel hallast yfir hann. Gott getur verið að koma fyrir styrktarvírum til að halda blómunum innan þessa þrihyrnda ramma, sem höfuðlínurnar mynda. (Sjá myndir). Veljið blómin saman eftir litum og gerð í skreytingu sem þessa. Bezt er að taka útiblóm inn snemma morguns eða eftir sólsetur. Skerið legginn á ská, berið blómin þannig, að krónan snúi niður. Setj- ið þau í vatn svo fljótt sem kostur er. Þegar búið er að ákveða lengd hvers stilks, er bezt að skera af leggnum niðri í vatni, þá helzt sárið betur opið, og blómið stend- ur lengur. Haldið blómavösum og kerum vel hreinum milli notkunar. Hafið afskor- in blóm hvorki í dragsúg né nálægt heit- um ofni, en geymið þau í kulda og myrkri næturlangt. Minnizt þess, að mörg villt, islenzk blóm, svo sem ýmis puntgrös, melgresi, fífa og mörg fleiri eru mjög falleg í vasa eða með öðrum blómum í stærri blómaskreytingar. 20 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.