Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 38

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 38
Peter opnaði hugskot sitt með gætni og brátt fann hann, að hann vildi sjálfur útskýra fyrir Irene, hvað fyrir hann hafði borið síðan þau sáust síðast. I tvo daga hafði hann ekki barið Kurt — hann lang- aði ekki einu sinni til þess að berja hann, en svo fór Kurt að ergja hann á ný. Hann vildi elta, þegar Peter var með stærri strákum og þá varð maður að berja hann til þess að losna við hann. ,,Var nauðsyn- legt að berja hann?“ spurði Irene og þau ræddu það fram og aftur. Þau héldu á- fram og komust að því, að Peter skamm- aðist sín fyrir glennurnar og hálfvita- ganginn í Kurt og enn héldu þau áfram og þá uppgötvaði Peter í fyrsta sinn, að innst inni taldi hann Kurt tilheyra sér, hann var bróðir hans. Um það spjölluðu þau rækilega og Peter gleymdi því, að bak við hann sat fleira fólk. Svo rankaði hann við sér og fór út blístrandi. Blessuð stúlkan hún Klara rétti Irene tebolla og það var romm i teinu. Næst kom drengur, sem Irene hafði aldrei áður séð. Hann var fjórtán ára gamall, var að missa sitt fyrsta starf og í skólanum hafði honum gengið heldur bögsulega. Móðir hans hafði dáið, þegar hann fæddist, faðir hans hvarf eitthvað út í buskann, en hann átti væna fóstur- móður. Að vísu átti hún sjálf son á sama aldri, greindan pilt, sem henni þótti eðli- lega vænna um en þenna dreng. Fóstur- móðirin endurtók hvað eftir annað við Irene, að Ernst væri góður drengur, en heimskur og ef hann missti þessa vinnu, þá var vafasamt að hún gæti útvegað hon- um aðra. Irene hristi höfuðið. ,,Má vera að hann haldi sjálfur, að hann sé heimskur — eða þyki þægilegt áð telja sér trú um það. Séu gáfur ekki notaðar, þá tekur enginn eftir þeim og stundum þarf kjark til að beita þeim. Piltinum þykir vænt um yður, þér hafið verið honum góð, en hann veit, að þér eruð ekki móðir hans og að þér eigið son, sem þér hafið meira ástríki á en honum. Hvaða gagn væri honum að því að vera greindur, fyrst yður hlýtur alltaf að þykja vænna um son yðar? En sé hann heimskur og erfiður, þá verðið þér að sinna honum, þó ekki sé nema til að snupra hann. Hættið að ávíta hann. — Greind hans mun koma fyrr í ljós, ef þér eruð honum góð“. Fósturmóðirin hvarf i þoku. Þessar þokubylgjur huldu salinn við og við og þrautirnar gerðu vart við sig eins og í fjarska. Dyrnar opnuðust og í fyrstu sá hún naumast drenginn. Svo varð henni ljóst, hvernig höfuð hans drúpti, hve andstyggi- legar honum fundust þessar stóru hendur og fætur, sem hann drógst með og hún hrakti burtu sina eigin þjáningu til að létta hans byrði. Drengurinn Ernst sá að hún brosti til hans sams konar brosi og fósturmóðir hans sendi syni sínum og honum leið betur, en gat ekkert sagt, hann var svo heimskur. Irene fór að tala og Ernst hlustaði ákaf- ur. Hún virtist þekkja hann betur en hann sjálfur gerði. Allt í einu fór hann að segja henni frá starfi sínu, þvi þar fór hún ekki rétt með. Það var allt húsmóður hans að kenna. Því þurfti hann líka að vinna fyrir kerlingu? Hann sem var nærri því fullorðinn karlmaður. Því fékk hún öll skemmtilegu verkin — að raða blóm- unum, tala við viðskiptavinina og svoleið- is, en hann var bara í sendiferðum — og það, sem verst var af öJlu, hann átti að sópa gólfið, alveg eins og vinnukona! Irene skildi, að það var óskemmtileg vinna, en gat ekki líka verið óskemmtilegt að hafa bókhaldið, eins og húsmóðirin varð að gera? Hún varð líka að hagnast það mikið, að hún gæti lifað af verzlun- inni og goldið Ernst kaup. Langaði Ernst að fást við bókhald? Nei, hann var of heimskur til þess, sagði hann. Irene brosti. ,,Nú höfum við spjallað saman í hálftíma og þetta er fyrsta heimskulega setningin, sem þú hefur sagt. 38 H ú s / r e y j a n

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.