Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 11
leshringum Húsmæðrasambands Nor- egs eru tekin fyrir hin fjölbreyttustu viðfangsefni til fræðslu og þroska fyrir félagskonur. M. a. eru haldin námskeið til þess að þjálfa konur til forystu í fé- lagsmálum, leiðbeiningarnámskeið fyr- ir ungt fólk, sem er í þann veginn að stofna heimili, o. fl. o. fl. Félögin örva eftir megni samstarf heimila og skóla um uppeldi barna og unglinga og vinna að því að fá börnum viðfangsefni, sem krefjast virkrar þátttöku frá þeim sjálfum, í stað kvikmyndahúsaferða og þess háttar. Frú Margit Harvard skýrði frá starfsemi sænska húsmæðrasambands- ins. I Svíþjóð er haldið uppi mikilli les- hringastarfsemi, svo sem annars stað- ar á Norðurlöndum. Húsmæðrasam- bandið velur einkunnarorð fyrir les- hringastarfsemi hvers árs, og er kjör- orð ársins 1961: „Verði ný Eva á ár- inu“. Með þessari fyrirsögn eru hald- in námsskeið og hafðir leshringar um ýmislegt, sem lýtur að heilsuvernd, snyrtingu og smekklegum klæðaburði. Sænsku húsmæðrasamtökin fá laga- frumvörp frá þinginu til umsagnar, og hafa konurnar látið þar til sín taka mörg mál, einkum þau sem snerta konur og eru félagslegs eðlis. Innan Húsmæðrasambands Norður- landa eru nú um 280 þúsund konur: 42 þús. í Danmörku, 112 þús. í Finn- landi, 68 þús. í Noregi, 45 þús. í Sví- þjóð og 14 þús. á Islandi. Formaður sambandsins, frú Johanna Dahlenrup, gat þess m. a., að þótt kvenfélög hvers lands hefðu ekki alveg sams konar vinnubrögð, þá miðaði allt starfið að heill heimilanna, og hún sagði einnig, að lífsnauðsyn væri að móta starf þess- ara samtaka svo, að þau yrðu traust- ur grundvöllur þess mannlífs, sem framtíðin skapaði. Það voru ánægjulegir dagar fyrir íslenzkar konur á meðan erlendu gest- irnir dvöldu hér. Sérstaklega voru tveir fyrstu dagarnir, á meðan landsþings- fulltrúarnir voru með, mjög skemmti- legir. Konurnar kynntust hver annarri auðveldlega og mynduðu eina sam- fellda félagsheild. Einnig voru yndislegar allar mót- tökur, sem við fengum, bæði hjá fé- lögum, einstaklingum og opinberum aðilum. Vil ég hér með, fyrir hönd Kvenfélagasambands Islands, þakka það innilega. Að lokum vil ég geta þess, að gest- irnir voru sérlega ánægðir með heim- sóknina hingað, og áttu ekki nægilega sterk orð til þess að lýsa hrifningu sinni. Allt var dásamlegt í þeirra aug- um: dagskráin, móttökurnar, fólkið og landið. Landið auðvitað fyrst og fremst. Og við vorum svo heppnar, að á þessum síðsumarsdögum var hið fegursta veður, þótt lítið væri um sól. En litirnir bættu það upp, ásamt allri þeirri dýrð, sem ísland á. Og þótt Hekla, þrátt fyrir miklar fyrirspurnir, sýndi sig aldrei greinilega, þá fengum við regnbogann yfir Gullfossi og margt annað, sem of langt yrði upp að telja. Konurnar, sem hingað komu, munu ætla sér að halda víða erindi um Is- land og íslenzk kvenfélög, en við þurf- um fyrst og fremst að læra ýmislegt af þeim, þar sem við finnum að þær standa okkur framar í félagsmálum. Stjórnarfundur Húsmæðrasambands Norðurlanda hér, var samkoma per- sónulegra kynna og vináttutengsla, sem eru nauðsynlegri, en allt annað til þess að við, norrænar konur, finnum að við stöndum saman að félagslegu starfi. Húsjreyjan 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.