Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 13
Á þessu ári hafa tvær konur, sem þekkt- ar eru úr alheimsstjórnmálum, heimsótt ísland. Fyrri gesturinn var utanríkisráð- herra Israel, Golda Meir, hin var mennta- málaráðherra Ráðstjórnarríkjanna Eka- terina Furtseva. Engum duldist, sem þessar konur hitti, að hvorug þeirra gegnir sinu embætti i krafti tilhliðrunarsemi samstarfsmanna sinna, heldur vegna gáfna sinna og dugnaðar. Báðar hafa tekið þátt í stjórn- málum og félagsstarfsemi frá æskualdri. Þær hafa aflað sér menntunar og hvergi sparað krafta sína. Báðar eru eiginkonur og mæður, hafa ekki sniðgengið þann þátt lífsins til þess, að eiga hægara um vik að einbeita sér að frama í stjórnmálum. Frú Meir kvaðst harma það eitt að annir höml- uðu samvistum við barnabörn hennar. I för með frú Furtsevu var einkadóttir hennar og leyndist engum, að samband þeirra mæðgna var náið og innilegt. Við báðar þessar konur átti ég blaða- viðtal og þó að þær séu mjög ólíkir per- sónuleikar, var tvennt sameiginlegt með þeim: Brennandi áhugi á batnandi hög- um þjóða sinna og einlæg ósk um að þær fengju að starfa í friði. Sameiginlegt er um þessi tvö þjóðfélög, að umhverfið lít- ur friðarvilja þeirra efasemdar augum. Arabaríkin umhverfis Israel telja Gyð- inga hafa með aðstoð stórvelda heimsins náð skika af landi, sem Arabar hafi raun- verulega átt. Mörg ríki gruna Ráðstjórn- arríkin um að vilja seilast til áhrifa út fyrir landamæri sin og telja óvíst, að heimamenn hafi alltaf verið spurðir um vilja sinn áður en lönd hafi að meira eða minna leyti horfið undir ráðstjórnarskipu- lag. Hvorugt ríkjanna situr því í allra náð og er óþarfi að rekja þær sögur hér. En óneitanlega dettur manni oft í hug tals- hátturinn, að ekki skyldu þeir kasta stein- um, sem í glerhúsum búa, er hlustað er á f jálglegar friðarræður og harkalegar ásak- anir ríkja hvert á annað. Hvaða ríki — og þá ekki sízt stórveldi — hefur ekki gerzt margbrotlegt við önnur riki? Hvar er sá aðili, sem stendur með óflekkaðan skjöld og aldrei hefur beitt rangsleitni né sýnt yfirgang? Engan eygi ég, a. m. k. meðal þeirra, sem nokkurs hafa verið megnugir. En þetta var nú útúrdúr og megi nokk- urs orðum trúa, þá myndi ég segja, að þessar tvær konur, sem hingað hafa kom- ið sem gestir íslenzku ríkisstjórnarinnar, aldir verið fjarlægt markmið fullkomnun- ar, sem aldrei hefur náðst, en þrátt fyrir það hafa þær bætt og fegrað mannlífið, af því að þær voru klæddar í orð og orðin flutt frá kynslóð til kynslóðar. Með rannsóknum þykir sannað, að per- sónulegar viðræður ráði meiru í að móta skoðanir manna en nokkuð annað. Áreið- anlega er ekki þýðingarlaust að haft sé í huga, bæði þegar rætt er við börn og undir öðrum kringumstæðum, það sem fram er tekið í 10. atriði yfirlýsingarinn- ar: Barnið skal verndað gegn áhrifum, sem ala á óvild vegna kynþátta eða trúar- bragða, eða hneigð til rangsleitni. Það skal alið upp í anda skilnings, umburðar- lyndis, vináttu þjóða í milli, í anda friðar og alheims bræðralags. Gera skal barninu ljóst, að það eigi að beita orku sinni og hæfileikum í þjónustu meðbræðranna. Ef þessi grundvöllur væri lagður að uppeldi allra heimsins barna, myndi margt breytast í samskiptum manna þeg- ar þeir verða fullorðnir menn. S. Th. Húsjreyjan 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.