Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 21
Hengdu upp úlpuna þína!
Ætlarðu að henda sparikjóln-
ura þarna á stólinn! Sjá
hvernig þú ferð með skólaföt-
in þín!
Það er nauðsynlegt að
kenna börnum reglusemi og
góða umgengni frá upphafi,
og þessar setningar hér að of-
an oft sagðar í býsna höstum
tón — heyrast oft á dag á
flestum heimilum.
En hafið þið athugað, hús-
mæður góðar, til hvers þið
ætlizt af börnum ykkar ?
Hengið í forstofunni er tvær
hæðir hennar Rúnu litlu og
klæðaskápurinn í svefnher-
berginu er eins og hellismunni
í augum hans Sigga. Barnið
þarf að eiga lítið herðatré og
ofurlítinn krók eða snaga í
sinni hæð, og þá líður ekki á
löngu þar til úlpan situr á
sínum stað í henginu, kjóll-
inn uppi í skáp og skólafötin
slétt og falleg á slá eða snaga
á veggnum í barnaherberginu.
Klœðaskápur fyrir
barnið
Hér ofar á blaðsíðunni sýnum við mynd af klæðaskáp,
sem er sérstaklega við hæfi barns, efniviðurinn er gam-
all bókaskápur, sem allar hillurnlar hafa verið teknar úr.
Auk skápsins þurfið þér eftirfarandi: Um það bil 4.50
—5 m af bómullarefni, slár — úr tré eða málmi
jafnlangar og breidd skápsins undir herðatrén og
tjöldin fyrir skápnum, 20 króka. — Peysuhillan er
sniðin jafnbreið og djúp skápnum, og saumuð úr ef.i-
mu.
Eftir að bókahillurnar hafa verið teknar úr, eru förin
eftir þær fyllt með spartli, slárnar settar upp og skáp-
urinn málaður. Síðan eru tjöldin saumuð (tvær síddir af
efninu), hillan fyrir peysurnar, poki fyrir sokka og vettl-
inga, annar utan á fkyrir bækur og leikföng og sá þriðji
fyrir óhrein föt og skó, ef óskað er, en gerið ráð fyrir
saumförum. Síðan eru gerð á hilluna fjögur göt, eitt í
hvert horn, og þessu smeygt upp á fjóra króka, sem eru
festir tveir og tveir neðantil í hliðar skápsins. Ef mögu-
legt er að fá kósa eða málmhringi (eins og hafðir eru á
tjöldum) setta í götin, verður hillan að sjálfsögðu sterk-
ari.
Gott er að stinga smá slá eða mjórri spýtu inn i
faldinn á pokunum að ofan.
Munið svo að hrósa börnunum, þegar þau ganga
frá fötum sínum ótilkvödd — og gleði þeirra verður
yður fullkomin laun fyrir þá fyrirhöfn, sem þér lögð-
uð á yður daginn, sem þér ákváðuð að ráðast á gamla
bókaskápinn og gera úr honum klæðaskáp.
K. P.
21