Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 9
RÉTTINDI BARNSINS Yfirlýsing S. Þ. Síðan að Sameinuðu Þjóðirnar sam- þykktu mannréttindayfirlýsingu sína á allsherjarþinginu í París hinn 10. desem- ber 1948, hefur oft og víða verið til henn- ar vitnað. Þjóðir, kynþættir og einstakl- ingar hafa kallað á rétt sinn í skjóli henn- ar. Mannréttindayfirlýsingin þótti marka mikilvægt spor. Fulltrúar fjölmargra þjóða komu sér saman um, hvað telja yrði frumskilyrði þess að maðurinn — ein- staklingurinn — fengi notið sín í sambúð- inni við aðra menn, og viðurkenndu að án þess, að tekið væri slíkt tillit til ein- staklingsins, myndi hvorki þróast frelsi né friður í mannheimi. Hinn 20. nóvember s. 1. var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna önnur yfirlýsing, sem miklu hefur verið hljóðara um manna á meðal, þótt hún sé ekki ómerkari en hin fyrri. En þögnin stafar af því, að þeir aðilar, sem sú yfir- lýsing f jallar um, eru þess sjaldnast megn- ugir sjálfir að ákalla réttlætið og mann- úðina í heyranda hljóði. Þeir vita ekki einu sinni, að þeim sé heimil hlutdeild í mannlífinu, nema að því leyti, sem lífs- hvötin blæs þeim því í brjóst. Þessi síðari yfirlýsing fjallar um rétt- indi barnsins og hljóðar á þessa leið: 1. atriði. Barnið skal njóta allra þeirra réttinda, sem fram eru tekin í þessari yfirlýsingu: Hvert barn, án undantekning- ar, skal eiga kröfu á þessum réttindum án tillits til kynþáttar, hörundslitar, kyns, þjóðtungu, trúarbragða, stjórnmálaskoð- ana og annarra skoðana, uppruna, eigna, þjóðfélagsstöðu þess sjálfs eða fjölskyldu þess. 2. atriði. Barnið skal njóta sérstakrar verndar og því skulu gefin tækifæri með lagasetningum og á annan hátt til að þroskast líkamlega, andlega, siðgæðislega og þjóðfélagslega á heilbrigðan hátt, við frelsi og fulla virðingu. Þegar framfylgt er lögum, sem að þessu lúta, skal um- fram allt tekið tillit til þess, hvað barninu er fyrir beztu. 3. atriði. Barnið skal njóta félagslegs öryggis. Það á rétt á að vaxa og þróast til heilbrigði og í því augnamiði skal bæði barnið og móðir þess njóta verndar og sérlegrar umönnunar, þar á meðal skal móður séð fyrir fullnægjandi umönnun fyrir og eftir barnsburð. Barnið á rétt á nægu viðurværi, húsaskjóli, dægradvöl og læknishjálp. 5. atriði. Hvert barn, sem er andlega, líkamlega eða félagslega vanþroska, skal njóta þeirrar sérmeðferðar, menntunar og umönnunar, sem ástand þess krefst. 6. atriði. Barnið þarfnast kærleika og skilnings til þess að ná heilbrigðum per- sónuþroska. Allsstaðar þar sem ástæður leyfa, skal barnið alast upp í umsjá og ábyrgð foreldra sinna og ætíð í andrúms- lofti alúðar og öryggis, siðferðilega og efnalega. Ungbarn skal ekki skilið frá móður sinni nema af nauðsyn. Þjóðfélagið og aðrir opinberir aðilar skulu skyldir til að sjá þeim börnum fyrir sérlegri umönn- un, sem eru munaðarlaus, sem og þeim, sem ekki hafa nægilegt lífsviðurværi. Æskilegt er að ríki eða aðrir aðilar styrki barnmargar fjölskyldur. 7. atriði. Barnið á rétt á ókeypis mennt- Framhald á bls. 12. H ú s f r ey j an 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.