Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 22
mannneldisþáttur AUKIÐ GRÆNMEIIS- NEYZLUNA Nú er sá árstími, þegar grænmetisúr- valið er mest og bezt, en grænmeti hef- ur marga kosti fram yfir flestar aðrar matartegundir. Grænmetið er fjörefnaauðugt, einkum A og C f jörefni, og inniheldur mörg stein- efni, fyrst og fremst kalk og járn. Grær.meti fitar ekki, það er lítið orku- gefandi, en þó mettandi, auk þess örfar það meltinguna, en góð melting hamlar á móci offitu. Grænmeti er litauðugt, því girnilegt á að lita, eykur því matarlystina og breytir hinum einfaldasta rétti í veizlukost. Grænmeti auðveldar matseldina og evkur fjölbreytni fæðisins, því hægt er að bera það fram jafnt með kjöti sem dski, hrátt eða soðið, eða þá sem sjálf- stæðan rétt. Borðið því grænmeti í einni eða ann- arri mynd dag hvern allan ársins hring, svo að fæðið verði sem kostamest. Grænmeti er hollast og bezt, þegar það er nýtt. Kaupið því ekki mikið í einu, nema góð geymsluskilyrði séu fyrir hendi. Munið að grænmeti á að geyma á köldum stað, má þó ekki frjósa, nema það sé hraðfryst til vetrarforða. Þar sem allt grænmeti inniheldur mikið vatn, fölnar það við geymslu vegna útgufunar. En ágætt er að geyma allt blaðgrænmeti í plastpokum eða málmpappir. Er græn- metið þá úðað með köldu vatni, áður en það er sett í pokana. Þannig umbúið get- ur það geymzt nokkra daga sem nýtt væri. Hreinsið og brytjið ekki grænmetið löngu áður en ætlunin er að matreiða það. Tapar við það C-fjörefni, og græn- metið verður auk þess ekki eins lystugt að sjá. Látið aldrei grænmeti liggja hreinsað í vatni klukkutímum saman. Hver grænmetistegund inniheldur sín einkennandi, náttúrlegu kryddefni. En við verðum að gæta að því að matreiða grænmetið þannig, að kryddefnin varð- veitist sem bezt. Sé grænmetið soðið í vatni, á vatnið að vera eins lítið og hægt er, og það ætíð látið út í sjóðandi vatn. Hendið aldrei grænmetissoði, notið það í súpur eða sós- ur. Hluti af vatnsuppleysanlegu fjörefn- unum og steinefnunum fara út í soðið. Gufusoðið grænmeti verður bragð- meira en það sem soðið er í vatni. Græn- metið er sett á grind, örlitlu salti stráð yfir, grindin sett yfir sjóðandi vatn í pott, sem hlemmurinn fellur vel á. Gera þarf ráð fyrir nokkuð lengri suðutíma, nál. 1 V2 sinnum lengri en við venjulega vatns- suðu. Sé ætlunin að sjóða margar grænmetis- tegundir í sama potti, er hægt að pakka hverri tegund inn í málmpappír oog sjóða þær þannig. Sé grænmetið soðið í hraðsuðupotti, verður að gæta vel að suðutímanum, svo 22 HúsIreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.