Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 23
Soðið grænmeti í málmpappír. Örlítið smjörlíki
sett á grænmetið, salti og pipar stráð á, áður en
það er vafið inn i pappírinn.
að það ofsoðni ekki. Sumar grænmetis-
tegundir, eins og t. d. blómkál, verða
ekki eins ljúffengar soðnar í hraðsuðu-
potti.
Ljúffengt er að smjörsjóða grænmeti.
Notið 1-2 dl af vatni og 25 g af smjöri á
hvert 14 kg af niðurbrytjuðu grænmeti
auk salts og pipars. Hlemmurinn verður
að falla þétt á pottinn, sem á að vera
með þykkum botni, og soðið skal við
hægan hita, svo að grænmetið þurrsjóði
ekki.
Sé verið með hraðfryst grænmeti, er
vert að hafa í huga, að það á ætíð að fara
frosið í pottinn. Þiðni það áður, verður
það bæði bragðverra og útlitsljótara.
Hraðfryst grænmeti þarf styttri suðutíma
en nýtt.
En hvaða aðferð sem notuð er, þá á
rétt soðið grænmeti að vera tæplega
meyrt, við eigum að finna fyrir því undir
tönninni. Það á að bera það fram nýsoðið
og sjóðandi heitt, og þess gætt að láta
síga vel af því áður en það er sett á fötin.
Eigi að bera fram grænmeti hrátt, er
það brytjað eða rifið á síðasta augnabliki.
Notið vel beitt áhöld, helzt ryðfri.
Brúnkálssúpa
400 g hvítkál 35 g smjörlíki
1 gulrót 1 1 kjötsoð
1 laukur Salt, pipar
1 sneið selleri (ef til)
Hvítkálið hreinsað og skorið í smáar
lengjur. Gulrótin og laukurinn einnig
skorið smátt. Smjörlíkið brúnað, hvítkál-
ið brúnað þar í, hrært stöðugt i á meðan.
Sjóðandi kjötsoði eða vatni hellt i pott-
inn og grænmetið, sem eftir var. Soðið við
hægan eld í 10-15 mínútur. Kryddað.
Ef súpan er ekki nógu dökk, má lita hana
með sósulit.
Grænkálssúpa
100 g hreinsað græn- 25 g smjörlíki
kál 25 £ hveiti
1 1 kjötsoð Salt, pipar, muskat
Grænkálið hreinsað og saxað i söxunar-
vél. Soðið hitað, jafnað með smjörbollu
(smjörlíki og hveiti hrært samanj. Soðið
3-5 mínútur. Blandið grænkálinu út í.
Kryddað. Súpan er borðuð með hálfum,
harðsoðnum eggjum, sem látin eru í kvern
disk. Einnig eru kjötbollur eða blæjuegg
ágæt.
Grænmetissúpa úr fisksoði
30 g smjörlíki 150 g gulrætur
30 g hveiti 100 g hvítkál
1% 1 fisksoð og græn- 1 laukur
metissoð 1 dl súr rjómi
Grænmetið hreinsað og skorið smátt. Soð-
ið í 1/4 1 af vatni. Smjörlíkið brætt, hveit-
inu hrært saman við, þynnt út með fisk-
(ýsu eða flatfiski) og grænmetissoðinu.
Grænmetið látið út í. Kryddað.
Rjóminn (hann má sýra t. d. með sítr-
ónu) þeyttur í súpuskálinni, heitri súp-
unni hrært saman við.
Tómatsúpa
% laukur
30 g smjörlíki
3-4 tómatar eða
1 dl tómatkraftur
Laukurinn skorinn
1 1 grænmetis- eða
fisksoð
2 msk. hveiti
Salt, pipar
smátt, látinn malla í
smjörlíkinu. — Tómatarnir þvegnir og
skornir í bita, látnir út í pottinn, soðinu
Húsfreyjan
23