Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 5
gjörbreytt öllum aðbúnaði fólks, flutt ljós og yl inn á heimilin og hin ótrúleg- ustu þægindi, sem létta störfin. Hinn ytri hagur fólksins hefur stórbatnað, og hinar ógurlegu hörmungar, sem áður dundu yf- ir landið, aðeins til í minningum hinna eldri. Glæstar menntastofnanir hafa risið og veita hverja þá fræðslu, sem hugur- inn girnist. Þess munu nú naumast dæmi, að börn eða unglingar þurfi að varpa sér grátandi niður á milli þúfna, er þau horfa á eftir jafnöldrum sinum í skólana — að menntunarþrá þeirra sé fjötruð af fátækt og ytri aðstæðum líkt og Stephan G. Step- hanssonar. Samkomuhús og skemmtistaðir bjóða upp á hvers kyns skemmtanir, mjög mishollar að vísu, og hafa leyst af hólmi kvöldvökurnar á heimilunum. Aflagðir eru og að mestu húslestrarnir og helgi- stundirnar, er allir heimamenn skyldu taka þátt í. Lærður sálfræðingur hefur meira að segja haldið því fram, að eigi mætti kenna barninu bænir eða vers fyrr en það skildi efni og innihald til hlítar. Þannig á að dæma það úr höndum mömmu og ömmu að vekja neistann í sinni og sál. Tímarnir breytast og mennirnir með. En hefur verið viðhöfð nauðsynleg gát á því, að eigi glatist meiri háttar verðmæti í umrótinu? Er hægt að benda á það, að breytingin hafi haft í för með sér aukna lífshamingju og andlegan þroska, hafi eflt kristna trú og siðgæði? Sé svo, þá er vel og þá höfum við gengið til góðs göt- una fram eftir veg. En grun hef ég um, að erfitt sé að staðhæfa, að svo sé. Og margir eru þeir, sem halda því fram, að lífsleiðinn fari sífellt í vöxt með öllum sínum hættum, jafnhliða því sem sönn lífshamingja þverri. Hvað sem um þetta verður sagt, þá er eitt víst og áreiðan- legt, það að alls ekki má rýra áhrifa- og mótunarvald heimilanna. Þau eru horn- steinar voldugrar byggingar, og traustir skulu hornsteinar hárra sala. Söderblom erkibiskup var kvöld nokk- urt á gangi með vinum sínum. Þeir stað- næmdust fyrir utan húsdyr hans. Þegár* biskup tók upp lykilinn til þess að ljúka upp, sagði hann glaður: „Hér er ég með lykil himnaríkis“. Það getur ekkert komið í stað góðra heimila. Óvíða annars staðar finnum við þann yl, sem séra Matthías talar um. Og eitt sterkasta uppbyggingarafl í heiminum er áhrifavald góðra heimila. Minningin um þau er geymd í hugum einstakling- anna. Sú minning fölnar ekki eftir því, sem árin líða, og áhrifin minnka ekki, þótt fjarlægðin skilji. I draumum nætur- innar, og á kyrrlátum stundum dagsins, finnum við að bernskuheimilið á sínar sterku rætur í innum sálarinnar. „Kynni betur lífsins lög lúinn, mæddur drengur, ef þín góða höndin hög hefði starfað lengur“. Svo mælir einn, er hann minnist móð- ur sinnar. Ferðlúnir öldungar, sem eru að kveðja þennan heim, tala um það, að þeir séu á leið heim til mömmu. Úr hin- um ógnþrungna val stríðsáranna var oft hróp^ð eða hvíslað eftir engli heimilis- ins: „Mamma, mamma“. Eða með orð- um séra Matthíasar: „Eg hef þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir; en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir“. Engar stofnanir, þótt góðar og gagn- legar kunni að virðast, geta leyst góðu heimilin af hólmi. Það má aldrei gleym- ast, allra sízt nú, þegar svo undra margt virðist togast á um heimilismennina. Því reiptogi má aldrei lykta svo, að heimilin verði aðeins köld, lífvana svefnhús, er engu hlutverki öðru hafi að gegna í lífi einstaklinganna. Fari svo, er voði á ferð- um. Ábyrgðin sem hvílir á heimilunum í dag, er því meiri en nokkru sinni fyrr. H úsf r ey jan 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.