Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 18
Hvort tveggja hlutverki sínu lauk
Hulda með sigri, eftir því sem við getum
bezt séð. Hún skapaði „hina hreinu ljóð-
list“, sem bera mun nafn hennar hátt, ekki
eingöngu meðal kvenna, heldur allra ljóð-
skálda íslands. Samt sem áður finnum við,
að aflið var meira og sterkara og tregum,
að það skyldi ekki njóta sín til fullnustu.
Flest stærri verk og ljóð, varð hún að
skrifa eldsnemma morguns, áður en ann-
ir dagsins hófust. I litlu þorpi getur skáldi
stundum þyngt fyrir brjósti.
SMÁBÆJARLÍF
Smábæjarlíf — smábæjarlíf.
Eins og í hænsnahúsi
hænsnanna nart og kíf.
Sterk bein þarf og sterka hönd,
stóra þrá og frjálsa önd
til að Iáta ei líf það meiða,
lama, svæfa, smækka deyða.
Sjóndeildarhringur mannshugans er
misjafnlega víður. Þó menningu hafi verið
þannig háttað í héraði, ,,að skáldskapur
var í heiðri hafður“, er skilningur á sköp-
unarþrá einnar konu í þorpinu takmark-
aður. Að lesa bækur annarra í tómstund- ,
um sinum, þykir engum umtalsvert, en
að skrifa ljóð og sögur og vera þó störf-
um hlaðin húsmóðir, er undarleg iðja.
Hulda þurfti þó ekki að fara langt, til
að draga andann léttar. Á Laxamýrarleiti
gat hún sezt í ilmandi móinn og ávarpað
bróður sinn:
Á LAXAMÝRARLEITI
Bróðir! Nú væri kvöld að kalla á
kærustu vitnin bernskudögum frá
við mjúkan Laxár nið og laufvindsljóð,
litbrigði hausts um víði og hvannastóð,
kvöldgeislabros um hrjúfan hraunsins vegg,
hólma og kvísl og glæstan iðustegg,
um blika og kollu, urt og typpta önd,
er una lífi, synda burt frá strönd
og talast við í dalsins aftandraumi
um dag og veg, á bláum elfarstraumi.
.... Og síðar — hvar sem leið um álfur Iá
þeim Ijósdraum ekkert svipti okkur frá.
f djúpi hugans reis hans bjarta borg
á bak við önn og framkvæmd, gleði og sorg.
— Gef barni frið og fegurð — og það geymir
þá fyrstu sýn — og aldrei siðan gleymir.
Þótt hann væri floginn, gat ekkert svipt
frá þeim ljósdraumum þeirra beggja.
Unnur Benedikasdóttir Bjarklind var
Hlaðguður.
Til þess að geta lifað samkvæmt tví-
hvelfdu eðli út ævina, þurfti hún stuðn-
ing lífsförunautar síns. Sigurður Sigfús-
son Bjarklind var „hin varma hönd“. Án
skilnings hans og umhyggju hefði sigur
hennar í starfi og list ekki orðið eins
• mikill. —
ARINELDUR
Þá hinnsti svefninn signir augu mín
og sorg og gleði líkt og angan dvín,
ég vildi að sál mín gæti gefið þér
þann geisla, sem þig yfir húmið bcr.
Þó takmark hafi týnst og lönd sér breytt
í tímans bláa hafi — veit ég eitt:
að þér er allt hinn veiki vilji minn
að vernda, friða og blessa arinn þinn.
Heimili þeirra einkenndist fyrst og
fremst af þeim kærleika, er þau báru hvort
til annars og barna sinna. Aðkomuungl-
ing duldist ekki, að skáldskapur og fagr-
ar listir var helgidómur þeirra allra. —
Gamla Guðný, traustur hlekkur í keðju
merkrar skálda- og bændamenningar,
miðlaði æskunni gjöful af langri lífs-
reynslu sinni og bókþekkingu. Og hús-
móðirin, skáldkonan, ekki einungis skap-
ari heldur einnig unnandi listarinnar,
tungu og menningar, gaf hugarflugi ungl-
ingsins byr undir vængi með ævintýrum
og sögum.
Ég man þær kvöldstundir, er Unnur
sat hjá okkur að loknu dagsverki. Ýmist
var hún glettin og kát, eða alvarleg og
viðkvæm.
Við fylgdum henni langt um höf og
lönd í hugarheimi hennar, og rökkrið var
heillandi og magnað, en i baksýn fannst
mér ég alltaf sjá Kinnarfjöllin, sem ég
einu sinni átti....
Líney Jóhannesdóttir.
18
// ú s I r cy j u n