Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 16
stefnur og hugsjónir kosta baráttu, en í henni felst jafnan hvatning — ekki sízt fyrir ung skáld. Fátæktin þjakaði margan kotbóndann í þeirri sveit sem annars staðar, og vetr- ar voru þeim jafnan harðindi, þótt annar væri skárri en hinn. Straumur vesturfara var mikill, þrátt fyrir fegurð og yndisleika héraðsins, og trú manna á landið tak- mörkuð. Hulda skáldkona þekkti kjör alþýðu- manna og bænda, bæði þeirra, er betur vegnaði og hinna, er minna áttu undir sér. Ást hennar og trú á landið áttu sér engin takmörk og hún hóf söng sinn á lofgjörð til þess og sveitarinnar. Ljóð hennar og sögur voru fyrst og fremst listsköpun. Þar fléttaði hún, sam- kvæmt geði sínu, dýpstu tilfinningum eig- in sálar og því er hún skóp í hugarheimi sínum, við umhverfi sitt, menningu og ættjörð. Jafnframt því má vera, að hún hafi átt þann tilgang að opna augu flýj- andi fólks á framtíð og fegurð þess lands, sem það yfirgaf og hvetja þá, er heima sátu, til starfs. Þó að mörg hinna hug- ljúfu rómantízku ljóða hafi, ef til vill, hljómað undarlega innan þröngra mold- arveggja, þá hlustaði fólkið, því að fagurt var kveðið. Með ljóðunum fylgdi ljós og ylur og á sinn hátt gáfu þau styrk og trú á jörðina, lífið og fegurð þess. „Menningu var þannig háttað í héraði, að skáldskap- ur var í heiðri hafður“. Þegar ég las þessi orð, varð mér hugsað til Bólu-Hjálmars. Hefði hann fremur orðið þjóðskáld Is- lands, sem honum bar vegna hæfileika, ef hann hefði fæðst í þingeyskri fátækt í staðinn fyrir skagfirzkri? Að njóta skilnings í æsku, ástríkis og menntunar, mundi það ekki vera sú lífs- næring er bezt reynist til fullkomins þroska ? Móðir Huldu var vitur kona, óvenju til- finningarík og trygglynd. Þó að hún lyki ekki upp huga sínum í skáldskap, né öðru tjáningarformi, duldist engum, að þar bjó auðlegð andans. Mat hennar á mönnum og málefnum var hnitmiðað og jafnan sannleikanum samkvæmt, en margt blikn- aði, er áður þótti gott, eftir að hún hafði sagt sína skoðun. Guðný og Benedikt munu bæði hafa hlúð að skáldgáfu dóttur sinnar eftir mætti og gert sitt ýtrasta, svo hún hlyti sem mesta og bezta menntun. Nordal nefnir komu hennar til höfuðstaðarins og getur þess jafnframt „hvilík fjarstæða það var að senda unga stúlku út í heim til þess að ná fyllri skáldaþroska". Námið nýttist Huldu frábærilega vel, bæði sökum námshæfileika og hins góða undirbúnings er hún hlaut í föðurhúsum. Auk þess komst hún í kynni við skáld og menningarfrömuði, má þar meðal annars nefna Benedikt Sveinsson, þann mikil- hæfa mann. Hjá honum lærði hún íslenzk- una og þarf ekki að spyrja, hvern hljóm- grunn skoðanir hans fengu hjá ungu skáldkonunni. Eldheit og þjóðrækin fyllti hún flokk hans og þar varð aldrei neinu um þokað. Þrátt fyrir strið og hersetu trúði Hulda allt til hinztu stundar á frelsi landsins og þá von er mannkynið verður að trúa á, að „allt hið bezta úr menningu jarðarbúa myndi lifa og gefast nýjum kynslóðum“. Jafnframt hvatti hún þjóðina til að vernda menningu sína og tungu og standa vörð um nýfengið frelsi. Á lýðveldishá- tíðardegi íslendinga 17. júní 1944 gaf hún þjóð sinni söngva: III Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, mcð norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo Iangt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn okkar dýra land, er dunar jarðarstríð. Ifver á sér meðal j)jóða ])jóð, er |)ekkir hvorki sverð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf ? Við heita brunna, hrcinan blæ og hátign jökla, bláan sæ hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls við yzta haf. 16 HúsIreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.