Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 12
Framhald frá bls. 9. unina í bókinni, og mér sýnist verðið þar vera í lægsta lagi, en magnið er svipað og ég á nú, sem er óvenjulega mikið vegna utanlandsferðarinnar. Ég á 2 ullarkjóla, 1 jerseykjól, 1 sparikjól, 1 poplín-sumar- kjól, 2 dragtir, aðra þunna, hina þykka, 5 pils, 4 peysur, tvær með löngum og tvær með stuttum ermum, 4 blússur, 1 sumar- kápu og eina vetrarkápu, 1 poplínkápu, 1 rúskinnsjakka, 1 innislopp, 2 undirkjóla, 2 undirpils, 3 brjóstahaldara, 3 náttföt, 5 pör af skóm, skíðaskó, inniskó, bomsur og kuldastígvél. Ég á einn hatt, en nota hann sjaldan eða aldrei, eina prjónahúfu, sem ég bjó til sjálf, tvær slæður, skíða- buxur og kuldaúlpu. Að jafnaði kaupi ég 2 pör af nælonsokkum á mánuði, á vet- urna nota ég sokkabuxur úr crepenælon. Ég skifti oft um föt, því að þá slitna þau minna, og reyni yfirleitt að fara vel með þau. Mér finnst skipta miklu að vera á vel hirtum og fallegum skóm og að tösk- ur, hanzkar og skór fari vel saman. Vetr- arkápu keypti ég síðast fyrir 4 þús. krón- ur, en reikna með því að eiga hana í þrjú ár. Það sem ég kallaði poplínkápu er raunverulega regnkápa úr terylene og hana get ég þvegið sjálf og spara þannig hreinsunarkostnað. S. T. Viljið þið segja mér, hvernig þið búsýslufræðingarnir teljið að hirða beri fatnað? E. G. Karlmannaföt, dragtir, kápur og flesta kjóla er bezt að senda í efnalaug til hreinsunar, verði því við komið, með þeirri undantekningu, að flestan fatnað úr terylene má þvo heima. Við þvott á terylene verður þó að gæta þess mjög vel, að vinda aldrei flíkina, heldur hengja hana til þerris rennvota. S. H. Sama gildir um svokallaða vetr- arbómull, hana má þvo heima og hengja flíkurnar upp rennvotar. Þetta á líka við um nælon og fleiri ný efni. Það væri æski- legt, að hverri flík úr þessum efnum fylgdi miði, sem segði, hvernig á að þvo þau eða hreinsa og bezt, að það væru ofin spjöld, sem eru föst í flíkunum. E. G. Ull þarf alltaf að þvo með gætni. Vötnin eiga að vera jafnheit, flíkina á að kreista, en ekki nudda eða vinda, vefja síðan inn í handklæði og breiða, en ekki hengja hana til þerris. Ull má heldur ekki þvo úr svonefndum sjálfvirkum þvottaefn- um; annað hvort á að nota ,,synthetisk“ þvottaefni, svo sem Omo og Tide, eða þá hreina sápuspæni. S. H. Ég myndi aldrei þora að þvo ull úr íslenzku þvottaefnunum, því það stend- ur ekki á umbúðunum, hvaða efni eru í þeim, né á hvers konar fatnað framleið- endur telja þvottaefnið nothæft. S. T. Hvað á að gera við nælon-flíkur, sem eru teknar að gulna? E. G. f búðunum fást sérstök þvotta- efni fyrir nælon og hver og einn verður víst að þreifa sig áfram með notkun þeirra. S. H. Og nælon má aldrei þurrka í sól, þá gulnar það. E. G. Mig langar til að geta þess, hve skór endast miklu betur og verða fallegri, sé það gert að reglu að láta skótré inn- an í þá, þegar þeir eru ekki í notkun. Séu keypt heil skótré — ekki hol að neðan — slétta þau líka hrukkur, sem vilja koma í sólafóðrið í skónum. Yfirleitt endist all- ur fatnaður betur, fái hann að hanga í rúmgóðum skápum milli þess sem hann er notaður, og bezt er að hreinsa bletti úr strax og þeir koma. S. H. Það er líka gott að útbúa eða kaupa plastpoka eða slá, utan yfir fatnað, sem á að hanga lengri tima, eða þar sem skápar kunna að vera óþéttir. Jafnvel litlir pokar, sem ganga aðeins yfir axl- irnar, varna því að ryk setjist á flíkurn- ar, þar sem mest mæðir á. Við erum allar sammála um, að til þess að fjölskylda með meðal tekjur geti látið þær hrökkva fyrir lífsnauðsynjum, verði húsfreyjan að gæta ýtrustu hagsýni og sá hluti teknanna, sem eðlilegt má kallast að ætla til fatnaðar, endist því aðeins, að hún sé nýtin saumi helzt mikið sjálf og prjóni, hirði fatnaðinn vel og venji börnin á hið sama. S. Th. 12 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.