Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 33
Norræna bréfið 1962
Sirkka Kouki, búsýslufræðingur:
Búsýslufrœðsla
í Finnlandi
Þegar bæta skal að ráði lífskjör einn-
ar þjóðar, verður samtímis að leggja
áherzlu á tvennt: Að auka framleiðsluna
og neyzlu almennings, eða með öðrum
orðum: að bæta hag heimilanna.
Um aldamótin hófst nýtt skeið fjár-
hagsþróunar í Finnlandi og þá sáu menn,
að nauðsyn var á stofnun, er hugsaði
um hag heimilanna. Þá urðu til kvenna-
samtök, sem höfðu það verkefni, að veita
ráð og fræðslu í hagrænum búvísindum.
Raunar hófst það starf fyrir aldamót, því
að Marthasambandið var stofnað árið
1899.
I Finnlandi hefur starf þeirra kvenna-
samtaka, er annast fræðslu í búsýslu,
ætíð verið talið mjög þýðingarmikið og
æ fleiri kvenfélög hafa tekið slíka fræðslu-
starfsemi á stefnuskrá sína. Þau hafa
haft dugmiklum forystukonum á að
skipa og félagskonur hafa óspart lagt
fram krafta sina til að auka vöxt og við-
gang samtakanna. Árangurinn hefur orð-
ið sá, að nú eru þau kvenfélög mörg og
stór, sem annast fræðslu í búsýslu. Starf
þeirra hefur reynzt mikilsvert fyrir hag-
ræna þróun landsins og nú hafa kvenna-
samtökin mikil áhrif á endurskipulagn-
ingu á sviði hagrænna búvísinda.
Kvenfélögin, sem annast fræðslu í bú-
sýslu i Finnlandi, skipuleggja sjálf starf
sitt og bera kostnaðinn af því að öðru
leyti en því, að ríkið greiðir þeim styrk
til að launa starfslið sitt.
Oft hafa komið fram tillögur um að
breyta skipulagi samtakanna þannig, að
ríkið réði stefnu þeirra og kostaði starf
þeirra að öllu leyti. En félögin hafa ósk-
að að vera sjálfstæð og það hefur tekizt.
Við álítum að það hafi hvatt kvenna-
samtökin til átaka, að þau bera sjálf
ábyrgðina á starfinu.
1 kvennasamtökunum, sem starfa að
búsýslufræðslu eru nú alls um 350.000
félagar, sem jafngildir því, að þriðjungur
allra finnskra húsmæðra séu í einhverju
félagi innan samtakanna. Sem dæmi um
það, hve kvenfélögin starfa af miklum
krafti má nefna það, að árið 1960 voru
á þeirra vegum haldin 7.755 námskeið
fyrir 134.800 þátttakendur, 24.095 sinn-
um voru flutt erindi og höfð sýnikennsla
fyrir 817.400 áheyrendur og farnar voru
4.230 ferðalög, sem 99.600 félagskonur
tóku þátt í. Samtals greiddu félögin árið
1960 180.928.000 mörk fyrir búsýslu-
fræðslu, en af þeirri upphæð voru
75.020.000 mörk ríkisstyrkur. Með tilvís-
un til þess, sem hér hefur verið sagt, er
ljóst að það eru engar ýkjur, að kvenna-
samtökin, sem annast fræðslu í búsýslu,
gegni miklu hlutverki í landi okkar.
Samtímis því, sem kvennasamtökin,
sem fræðslu veita í búsýslu hafa vaxið
svo mjög, hafa þær kröfur, sem til þeirra
eru gerðar, aukizt og ábyrgðin, sem á
þeim hvílir, orðið þyngri. Þó skilningur
sé á því, að vel þurfi að mennta húsmæð-
ur, þá hefur brostið á, að upp væri kom-
ið nauðsynlegum kennslustofnunum í
búsýslu. Þrátt fyrir að fræðslulögin gera
ráð fyrir, að í skólum landsins séu kennd
undirstöðuatriði í búsýslu og kvennasam-
tökin ættu samkvæmt því að geta ein-
beitt sér að framhaldsmenntun hús-
mæðra, þá hefur reyndin orðið önnur.
Kvenfélögin hafa neyðst til þess að veita
fræðslu í undirstöðuatriðunum og hefur
sú kennsla farið fram í námskeiðum. —
Auk þess hafa kvennasamtökin sjálf
komið upp skólum. Má í því sambandi
geta þess, að Marthasambandið starfræk-
ir sex húsmæðraskóla og tvo handavinnu-
Húsfreyjan
33