Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 38
mjög stórum fagurgrænum blöðum og
rauðgulum blómum. Sennilega harð-
gerður, en ekki sérstaklega skraut-
legur.
Rauðtoppur: Mjög algengur í eldri görð-
um. Fyrirhittist í ýmsum afbrigðum,
er bera rauð, bleik eða hvít blóm.
Harðgerður og rúmfrekur með aldri.
Vaftoppur: Vafningsrunni, sem getur
orðið nokkrir metrar á hæð. Vex hratt.
Bezt að gróðursetja við vegg á sól-
ríkum stað. Ber fögur og ilmsæt, gul-
bleik blóm og rauð aldin sem standa
langt fram eftir hausti. All-harðgerð-
ur.
Rósir: Fjölmargar tegundir runnarósa
eru hér fáanlegar í einstaka gróðrar-
stöðvum. Þær helztu og harðgerðustu
eru þessar:
Davíðsrós: Mjög stórgerð og grófgerð
með ljósrauðum blómum sem verða
3—4 cm í þvermál. Auðveld í ræktun.
Fjallarós: Verður allt að 2 m á hæð. —
Mjög harðgerð og viljug að blómgast.
Ber rauðbleik blóm 4—5 cm í þvermál.
Gallinrós getur orðið röskl. 1 m á hæð.
Ber dökkrauð, hálffyllt blóm. Þarf sól-
ríkan stað. Þrífst allt að Kirkenes í
Noregi. Lítil reynsla fyrir henni hér,
en að líkindum vel harðgerð.
Knipplingarós: Hefur nokkuð boga-
dregnar greinar með þéttstæðum, stór-
um þyrnum ag smáum, fallegum blöð-
um. Blómin eru hvít. Nokkuð við-
kvæm tegund.
Rauðblaðarós: Afar harðgerð og vind-
þolin tegund sem er auðþekkt á hinu
blárauða laufi. Gróðursett mikið í
limgerði. Blómin eru smá, bleik. Þol-
ir vel sjávarseltu.
Skráprós (garðarós): Er með stórum
fagurgrænum og gljáandi blöðum og
rauðum eða hvítum, einföldum eða
fylltum blómum (Vestmannaeyjarós,
fyllt, er að líkindum afbr. ,,Hansa“)-
Afar nægjusöm tegund og auðveld í
í ræktun. Bezt í nokkuð sendnum en
ekki of frjóum jarðvegi.
Sweginzowirós. Er með hávöxnustu rós-
um sem hér eru í ræktun. Klifrar með
þyrnum. Ber fallega, rauð blóm. Harð-
. gerð.
Þyrnirós: Hefur smágerð blöð og smáa
mjög þéttstæða þyrna. Er til í mörg-
um afbrigðum, ýmist með einföldum
eða fylltum blómum sem eru gulhvít
að lit, en geta einnig verið alveg gul
eða daufbleik. Mjög harðgerð og
skemmtileg rós í ræktun, en hættir til
að breiðast með neðanjarðarrenglum.
Runnamui'a: Nægjusamur runni, um 1
m á hæð. Afar blómsæll. Gul blóm
Til eru afbrigði með hvítum blómum
og önnur sem eru nær skriðul. Nýt-
ur sín vel í breiðum eða sem óklippt
limgerði. Harðgerður runni.
Snjóber: Fíngerður og frekar nægju-
samur runni, sem getur orðið allt að
1,5 m á hæð. Þolir vel að standa í
skugga, t. d. undir trjám. Þroskar
sjaldan sín skrautlegu, hvítu ber hér.
Spíraea (Kvistir): Mjög fjölskrúðug
ættkvísl skrautrunnar, sem eru afar
blómsælir og verðmætir garðrunnar.
Blómin eru hvít, rauð eða bleik í hálf-
sveipum eða toppum. Spíraea kallast
hérlendis kvistur. Helztu tegundir, sem
hér eru fáanlegar, eru eftirfarandi:
Búmaldakvistur: Þéttvaxinn runni (V2
—1 cm) með smágerðum blöðum og
rósrauðum blómum. Ágætur í kanta
framan til í runnabeðum.
Dögglingskvistur: Algengust tegund í
ræktun. Ber bleik eða hvít blóm (að
líkindum er tegundin ekki hrein í
ræktun hér). Mikið notuð í runna-
þyrpingar. Fer t. d. vel með loðvíði.
Þarf að klippa vel niður árlega.
Rósakvistiu-: Lágvaxinn, þéttgreinóttur
runni. Svipar í vexti til búmaldakvists
Blómin dauf-bleik í mjög stórum
sveipum (S. margaritae).
Snækvistur: Getur orðið rösklega 1 m á
hæð. Ber drifhvít blóm. Óhemju blóm-
auðugur en nokkuð viðkvæmur. Þarf
því skjólgóðan og sólríkan stað (S.
vanhouttei).
Bogkvistur: Verður um 2 m á hæð með
38
H ú s j r cy j a n