Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 7
Á RÖKSTÓLUM Skrafað um fatnað Elsa E. Guðjónsson Hildur Kristjánsdóttir Ritstjórn Húsfreyjunnar langar til þess að gera tilraun með greinaflokk varðandi ýms atriði heimilishalds o. fl., er fari fram í samtalsformi, þannig að nokkrir aðilar hittist hverju sinni og ræði ákveðin málefni. Þessi tilraun okkar hefst með því, að tvær ritstjórnarkonur, Elsa Guðjónsson og Sig- riður Thorlacius fá til liðs við sig Sigríði Haraldsdóttur, húsmæðrakcnnara, og Hildi Kristjánsdóttur, ritara í stjórnarráðinu. Frú Sigriður Haraldsdóttir hefur þýtt og endursamið bókina „Hvernig fæ ég búi mínu borgið“? sem er kennslubók í heimilishagfræði. Hún kennir þá grein við Húsmæðraskóla Reykjavikur. Við báðum Hildi að vera fulltrúa ungu, ógiftu stúlknanna á þessum fyrsta viðræðufundi okkar, tiil þcss að fá sem ræðum er: Fatnaður. — Hve mikill hluti af heild- artekjum heimilis eða einstaklings fer til fatnaðarkaupa? er fyrsta spurningin. S. H. Þessi-gjaldaliður hlýtur að verða mjög misjafn eftir ástœðum. Gjöld þessi verða tiltölulega há hjá barnafólki, ekki sizt þegar börnin eru á skólaaldri. En mest veltur að sjálfsögðu á þvi, hve háar tekj- urnar eru. Þegar þær eru lágar, hafa f jöl- skyldur yfirleitt ekki efni á því, að verja meira en 13—15% af tekjum sínum til fatakaupa. öðru máli gegnir um einstakl- inga. Geta þeir varið talsvert meiru eða um 20-25%. En samkvæmt þessu verður 5 réttasta mynd af viðhorfi þeirra. Efnið, scm við manna fjölskylda með 88.000 kr. tekjur á ári, að komast af með 12.500 kr. til fata- kaupa á ári. E. G. Eigi að komast af með þá upp- hæð, þá er ég viss um, að ekki er t. d. fylgt þeim fyrirmælum, sem haldið var að okk- ur í háskólanum i Seattle, að börn á vaxtarskeiði ættu að fá skó á þriggja mánaða fresti, a. m. k. fyrstu árin og að aldrei ætti að láta skó ganga að erfðum frá einu bami til annars. H. K. Það er auðvitað af því, að skórn- ir lagast eftir fæti hvers einstaklings. E. G. Einmitt, en segðu okkur, Hildur, hvernig skó vilja ungu stúlkurnar? Vilja llúsfruyjan 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.