Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 9
jakkaföt við vinnu sína, en hann þarf 4—
5 vinnubuxur á ári og þær kosta rösklega
200 kr. hverjar, eða rúml. þúsund kr. á
ári. Hann þarf líka ein tvö ytriborð á úlp-
ur, sem kosta um þúsund kr., svo þarna
eru komnar um 2 þúsund á ári eingöngu
fyrir þes'sum nauðsynlegu ytri flikum, sem
konan getur ekki saumað sjálf. Svo eru
stéttir eins og skrifstofumenn og kenn-
arar, sem hafa svipaðar tekjur; þeir verða
að vinna í jakkafötum og ,,manséttu“-
skyrtum, sem sé fötum, sem eru ennþá
dýrari en ráð er fyrir gert með þá, sem
vinna erfiðisvinnu. Jafnvel stakir jakkar
og buxur munu kosta minnst 1600 kr.
til samans og enginn kemst af með að
eiga ein föt. Heldur ekki þennan fatnað
getur húsmóðir saumað. Og þegar dreng-
ir stálpast, er líka takmarkað, hvað hægt
er að sauma á þá heima. Mér þótti það
góður siður í skólunum, sem krakkarnir
mínir voru í, í Bandaríkjunum, að strák-
ar voru alltaf í peysum en ekki í jökkum
í skólanum.
S. H. Þegar börn komast á fermingar-
aldur, þurfa þau miklu meira til fatnaðar
en áður, og fermingarárið sjálft hefur
alltaf í för með sér sérlega mikil útgjöld
til fata, svo að hvert heimili verður að
muna eftir að taka tillit til þess.
S. T. Elsa, var ekki reiknað út i há-
skólanum, sem þú varst í, hvernig eðlilegt
væri að fatnaðarútgjöld skiptust á milli
f jölskyldumeðlima ?
E. G. Jú, niðurstaða af athugunum
okkar var sú, að í fimm manna fjölskyldu
með meðaltekjum, þar sem faðirinn
þyrfti að vera vel klæddur við vinnu, skift-
ust þau þannig:
Faðir (40 ára) 25%, móðir (38 ára)
20%, drengur (16 ára) 24%, stúlka (13
ára) 21%, telpa (5 ára) 10%. Þá var
miðað við að 10% af 5.400 dollara árs-
launum færu til fatakaupa. Ef stúlkan
hefði verið eldri, hefði hún sennilega feng-
ið hærri hundraðshluta, en drengurinn
lægri.
S. T. Ef við höldum áfram að miða við
að fimm manna fjölskylda eigi að komast
af með 12.500 kr. til fatakaupa á ári, sýn-
ist ykkur þá mögulegt að kaupa almenni-
legan skófatnað á alla fjölskylduna?
S. H. Leðurskór eru svo dýrir, að það
er a. m. k. útilokað að fylgja þeim reglum,
sem Elsa sagði okkur, að æskilegar þættu
út frá heilbrigðissjónarmiði. Sannleikur-
inn er sá, að hér er blátt áfram miðað
við það, að börn og unglingar gangi næst-
um því alltaf á gúmmístígvélum og
gúmmískóm eða strigaskóm, og það er eini
skófatnaðurinn, sem fólk með miðlungs-
tekjur hefur efni á að kaupa. Af þessum
fótabúnaði hefur skapazt sú regla, að
krakkar hér ganga yfirleitt á sokkunum
inni í skólum og það álít ég slæmt. Sokk-
arnir slitna óhóflega og börnin hljóta að
verða óhrein á fótunum. Svokallaðar
sokkahlífar úr leðri endast illa. Mér finnst,
að hér þyrfti sem fyrst að taka upp fram-
leiðslu á inniskóm, sem sniðnir væru til
þess að rúmast innan í gúmmískófatnaði
og hafa fótasérfræðinga og lækna með í
ráðum, hvernig skórnir ættu að vera. Ég
er líka viss um, að það er ekki hollt fyrir
fætur barnanna að ganga svona mikið
skólaus á hörðum steingólfum.
H. K. Hvernig væri að hafa sérstaka
skó í skólunum til að vera á inni?
S. H. Ég held, að það séu of mikil
þrengsli í skólum hér í bænum, til þess
að framkvæmanlegt sé að geyma skó þar,
en það ætti að mega útbúa skó, sem ann-
að hvort féllu innan í gúmmískóna, eða
væri hægt að smeygja í skólatöskurnar.
E. G. Ég er ekki frá því, að það ætti
að skylda kennarana til að ganga á
sokkaleistunum dálítinn tíma, þá myndu
þeir varla mælast til þess að börnin gerðu
það til langframa. Það er annars áber-
andi, hve skófatnaður lítur verr út hér
en víða erlendis, og er það vafalaust m.
a. vegna þess ástands, sem gatnagerð er í.
En vilt þú nú ekki segja okkur, Hildur,
hvað þú átt af fötum, svo að við getum
borið saman þitt álit og yfirlitið, sem er
í kennslubókinni hennar Sigriðar?
H. K. Ég var einmitt að líta yfir áætl-
Framhald á bls. 12.
II úsfreyjan
9