Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 36
Loðvíðir (sem ýmsir kalla grávíði) er af-
ar skemmtilegur runni fyrir garða,
hvort sem hann er notaður á stein-
beð, fláa í stöllum eða fremst í runna-
beð.
Þingvíðir er mikið notaður í skjólbelti og
limgerði. Hann vex hratt eins og
körfuvíðir, en hættir jafnframt tölu-
vert við kali og er lússækinn.
Viðja er víðitegund sem hefur náð all-
mikilli útbreiðslu hin síðari ár sem
skjólgjafi. Viðja virðist frekar harð-
gerð og heilbrigð víðitegund. Svoköll-
uðum dökkvíði, svipar mjög til viðju,
enda náskyldur henni. Sama gildir um
svartvíðir.
Um víðitegundir má segja, að sumar
verða stór tré, aðrar eru lágvaxnar, eða
jafnvel skriðular, (t. d. smjörvíðir, sem
hentar vel á steinbeð). Hávöxnu tegund-
irnar eru fyrst og fremst notaðar sem
fóstrur eða skjólgjafi fyrir viðkvæmari og
hægvaxnari gróður, og er rétt að reikna
með því, þegar gróðursett er, að fjar-
lægja þær að einhverju leyti fljótlega,
þegar annar gróður er kominn vel á legg.
Lágvaxnari tegundirnar henta vel í beð
innan um aðra runna, á steinbeð eða í
limgerði. Margar víðitegundir eru afar
lússæknar og þarf að úða þær 2—3svar
á sumri, t. d. með Lindasect ella er hætt
við að þær verði sannkallaðar lúsastíur
fyrir annan gróður.
næst birki, hvað útbreiðslu snertir.
Viðkvæmur fyrir reyniátu, einkum
þar sem mikilla umhleypinga gætir.
Að öðru leyti harðgerður. Bezt er að
nota ilmreynir í þyrpingar (nokkur
tré saman) eða sem stakstætt tré. I
norðurhluta Svíþjóðar er nokkuð
gert að því að nota ilmreyni í há lim-
gerði.
Silfurreynir: Er vart fáanlegur hér í
gróðrarstöðvum. Silfurreynir er harð-
gerður og talinn mjög vindþolinn.
Sums staðar erlendis er hann notaður
í limgerði. Fer vel sem stakstætt tré.
ÍJlfareynir (Sorbus hostii): Lágvaxin
og runnkenndur. Blómgast á unga
aldri og ber daufbleik blóm í stórum
hálfsveipum. Berin mjög stór, fagur-
rauð og gljáandi. Vex frekar hægt.
Bezt að nota í þyrpingar með runn-
um.
Heggur: Oftast margstofna runni. Hér
eru vafalaust misjafnlega harðgerðir
stofnar. Ber hvít blóm í stuttum, frek-
ar uppstæðum klösum. Má nota í
þyrpingar og limgerði eða sem stak-
stæða brúska utarlega á grasflötum.
Lítið er um hegg í gróðrarstöðvum.
Hlynur: Getur orðið hávaxinn og
krónumikill. Viðkvæmur í uppeldi.
Aðallega mælt með sem stakstæðu
tré í stærri garða.
Víðir: Margar víðitegundir eru hér i
ræktun. Hér skulu aðeins taldar upp
þær helztu:
Bjarmavíðir er lágvaxin runni með græn-
gulum árssprotum og frekar smáum
dökkgrænum, gljáandi blöðum.
Gljávíðir getur orðið hávaxinn. Er með
stórum, gljáandi blöðum. Mun örugg-
lega fallegasta víðitegundin, sem hér
er í ræktun, og ekki lússækin.
Gulvíðir er notaður nokkuð í limgerði og
sem stakstæður brúskur hér og þar í
görðum. Til eru mjög beinvaxnir stofn-
ar af gulvíði (t. d. ,,Þorgrímsvíðir“).
Körfuvíðir sést sumsstaðar. Er grófgerð-
ur, lússækin og tilkomulítill. Hættir
auk þess mikið við kali.
36
Barrtré
Blágreni (Picca engelmanni): Harðgert,
en hægvaxta greni. Ákjósanlegt garða-
tré með blæfögru, blágráu mjúku
barri.
Broddgreni (Picca pungens): Hefur
stingandi, blágrænt barr. Til eru ein-
staklingar með miklum bláma á barri.
Sem garðatré þyltir broddagreni
lakara en blágreni en er hins vegar
algengara í ræktun ennþá.
Hvítgreni: Þolir vel storma og næðinga.
Heppilegt í skjólbelti í þurrviðra-
samari byggðarlögum landsins. Mun
einnig skemmtilegt sem stakstætt tré.
H ú s I r ey j u n
J