Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.04.1962, Blaðsíða 30
Gætið barnsins Börnum er eðlilegt að vera forvitin og handóð, svo að þau kynnist umhverfi sínu. En fullorðnu fólki ber skylda til að gæta barnsins og bægja öllum hættum frá því. Látið aldrei meðul, sýrur og þess kon- ar hluti standa þar sem börn ná í þá. Látið ekki svefnmeðul liggja á glámbekk. (Sjá hér á eftir). Á svipstundu getur barnið steypt yfir sig skaftpotti með heitu vatni. Venjið yður á að láta pottana alltaf standa svo innarlega á vélinni sem hægt er. Látið sköftin aldrei snúa fram, svo að börn nái ekki í þau og fólk reki sig ekki á þau. Illa getur farið, ef barn stingur fingr- unum eða einhverjum hlut úr málmi í innstunguna á veggnum. Heppilegt er að setja lok í innstungur, þar sem börn ná til. Svona lok þyrftu að vera fáanleg úr efni sem ekki leiðir raf- magn. Því fyrr sem tekst að kenna börnum að varast hættulegar rafmagnsleiðslur því betra. Bilaðar rafmagnssnúrur, tenglar og rafáhöld eru stórhættuleg, og hafa oft valdið bæði eldsvoða og dauðaslysum. Látið því aldrei dragast degi lengur að gera við slíka hluti, ef þeir eru bilaðir. Jólaljósin gleðja barnið, en þau eru hættuleg. Látið aldrei logandi kerti vera á jólatré eða annars staðar, nema full- orðnir séu nærstaddir og hafi gát á því. Vitið þér, að mikil verðmæti glatast árlega, vegna þess, að börn eru látin leika sér með eldspýtur? Brýnið fyrir börnunum, hve eldspýtur eru hættulegar. Geymið ekki eldspýturnar þar sem óvita börn geta náð í þær. Skiljið aldrei börn ein eftir hjá logandi eldi í eldstæði. Oft hefur komið fyrir, að börn hafa dottið út um opinn glugga og hlotið af varanleg meiðsli eða jafnvel beðið bana. Látið börn aldrei vera ein i herbergi, þar sem gluggi er opinn og hátt er til jarðar. Þegar þér lokið glugga, þá krækið hann aftur bæði að ofan og neðan. öruggast er að hafa stutta keðju eða rimla fyrir gluggum á efri hæðum, ef börn eru á heimilinu. Látið börn aldrei leika sér með leik- föng, sem eru hættuleg. Dýr, sem hafa augu, sem fest eru með löngum prjónum, eru hættuleg. Gefið börnum ekki önnur leikföng en þau, sem eru örugg og hættu- laus. Auðvitað geymið þér rakblöð þar sem börn ná ekki í þau. Gömlum og notuðum rakblöðum komið þér örugglega í lóg. Ótal margt fleira er auðvitað hættu- legt börnum. Hér hefur aðeins verið bent á fáeina hluti. En aðgætni og varúð á öll- um sviðum er nauðsynleg til öryggis barninu. Látið t. d. aldrei neitt þungt, sem gæti fallið niður, hanga á veggnum 30 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.