Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 7
svo að skilja, að ég húist ekki við að vel fari um okkur liér í þessum fimdarsal, en við liöfum venjulega liaft fundi og máltíðir á sama stað, sem ekki var auðvelt að gera nú. Svo sem þeir fulltrúar rnuna, sem sátu landsþingið 1961, ræddum við á því þingi frumvarp til laga um liéraðsráðunauta fyr- ir Búnaðarfélag íslands og Kvenfélagasam- hand íslands. Einnig var á því þingi sam- Jiykkt áskorun til stjórnarinnar um það, að fá fé til námsskeiðalialds. Þetta liefur nú á ýmsan liátt snúizt við, og ég vil segja, tekið giftusamlega stefnu fyrir kvenfélagasamhandið. Ekki varð úr samvinnu milli Búnaðarfélags Islands og Kvenfélagasambands Islands, og ber að vísu að harma Jtað, þar sem það var kvenfélaga- sambandið, sem liafði forgöngu um að æskja jtessarar samvinnu. En liinu ber að fagna, að kvenfélagasamhandið hefur nú fyrir árið 1963 fengið úr ríkissjóði kr. 100.000.00 til þess að styrkja héraðsráðu- nautastarfsemi víðs vegar urn landið, og mun með Jjví fé einnig liægt að koma til móts við óskir. Iandsj)ings 1961 um fjárliags- lega aðstoð vegna námskeiða. Það má telja víst, að Jiessi 100.000.00 kr. fjárveiting verði til frambúðar. Við munum á |)essu þingi, eins og jafnan áður, ræða og taka ákvarðanir um heildar- starf sambandsins á Jieim árum, sem fram- undan eru. Meðal Jress kentur til umræðu samstarf okkar við systrafélögin á Norður- löndum, en eins og allir muna, heimsóttu nokkrar forystukonur samtakanna síðasta landsþing. Það er hoðið til J)ings samtak- anna í Norður-Noregi næsta sumar um Jietta leyti, og Jiað er gengiö út frá J)ví, að fsland segi |)á til um, livort hægt verði að halda næsta þing, árið 1968, hér á landi. En hvernig sem allt J)etta fer, og livaða ályktanir, sem 15. landsþingið gerir, j)á mcgum við aldrei misSa sjónar á |>ví að efla samtökin inn á við, efla héraðssamböndin og félögin. Það cr hið óbeina, en jafnframt þýðingarmesta hlutverk landsþinganna og allra J)eirra funda, sem samtökin lialda. Það er tilgangur félagsskaparins, og öll þau HÚSFREYJAN mál, sem við ræðum, skrifstofuhald og önn- ur starfsemi Kvenfélagasambands Islands j)jónar þessum tilgangi. Það væri áreiðanlega æskilegt, að J)ing og stjórn sambandsins hefði meiri persónu- leg kynni af starfsemi einstakra félaga en nú er. Því J)ótt þessir aðilar rökræði störf samtakanna, J)á er sá flötur á starfsemi ein- stakra félaga, sem snýr að heildarsamtök- unum, ekki nema lítill þáttur í félagsstarf- inu. En J>aö er einnig allt annað félagsstarf hinna dreifðu félaga — starf sem snýr að heimabyggð og sjálfum félagsvettvangin- um, sem er grundvöllurinn að lilveru liér- aðssambandanna og Kvenfélagasambands Islands. Það er góðgerðarstarfsemin, jóla- trésskemmtanir fyrir hörn, barnaheimili, umhirða kirkjugarða, gjafir til kirkna, stuðningur við sjúkraliús, að ógleymdum áhuga fyrir einstökum liúsmæðraskólum og húsmæðrafræðslunni og margt, margt flcira, sem félögin vinna að fyrir utan or- lofsmál húsmæðra og ýmis konar fræðslu- starfsemi, sem gerir störf félagsskapar okk- ar að landsstarfi. Að öllu J)essu starfi er unnið af konum þeim, sem hér eru mættar og þeiin, sem þær eru fulltrúar fyrir. Það er unnið af fórnfýsi og kærleika út við sjó og inn til dala, og fyrir Jictta starf erum við, sem hér erum samankomnar, samein- ingartákn. Ég vil leyfa mér að ávarpa allar J)essar konur með einu erindi úr kvæðinu Kvenna- slagur, eftir Guðmund Gtiðmundsson, skóla- skáld: Verið mæður vona nýrra, verið aldar Ijós. Gerið landið hlýrra, lilýrra hrjósturkvist að hlómgri rós. Greiðið veginn sumri og sólu, söng og kærleiksyl, hverjum ilmreyr, liverri fjólu, hjálpið J)ér að vera til. Megi hlessun Drottins livíla yfir störfum kvenfélaganna og störfum Jtessa J)ings. 15. landsþing Kvenfélagasambands Is- lands er sett. Rannveig Þorsteinsdóttir. 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.