Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 9
SOPHIE
KOVALEVSKY
Niðurlag
Sonja tók nú að nýju til óspilltra mála
við námið. Á næstu árum samdi hún
þrjár stærðfræðilegar ritgerðir, sem
vöktu mikla eftirtekt meðal stærðfræð-
inga. Eina þeirra fékk hún tekna sem
doktorsriterð við háskólann í Göttingen
og hlaut fyrir hana doktorsnafnbót. Nú
var takmarki fyrsta áfangans náð og nú
gat hún loksins unnt sér hvíldar.
Næsta vetur var öll fjölskyldan á Pal-
bino. Báðar dæturnar voru þá heima og
tengdasynimir. Anjúta var alltaf jafn
ástfangin og hafði fengið nóg af ævin-
týralífi í bili. Sonja var búin að oftaka
sig svo við stærðfræðina, að þennan vet-
ur gerði hún ekki annað en hvíla sig:
heimsækja nágranna, lesa léttar skáld-
sögur og tefla við föður sinn. Hann hafði
breytzt mikið með árunum. Áður hafði
^y#v#s#y#v#\#v#N#N#N#\#N#s#s#v#y#v#y#N#y#N#y#y#s#s#v#N#y#s#y#,'#N#N#'#s#v#N#\#y#
ágætum og jafnframt heimilisiðnaðarsýn-
ingin, sem lialdin var í sambandi við það.
Formenn H. I. frá upphafi liafa verið:
Jón Þórarinsson ........ 1913—1916
Inga Lára Lárusdóttir . . . 1916—1920
Laufey Vilhjálmsdóttir . . 1920—1921
Frida Proi>pé .......... 1921—1933
Karolína Guðmundsdóttir 1923—-1927
Guðrún Pétursdóttir .... 1927—1949
Arnheiður Jónsdóttir frá 1949
Enn, sem fyrr, er það markmið Heimilis-
iðnaðarfélags fslands að vernda og efla
lieimilisiðnaðinn í landinu.
Hiúga Krisljánsdóttir.
hann verið býsna strangur og ráðríkur,
en nú var hann ekki annað en mildin og
gæðin. Hann óskaði einskis fremur en
að sjá ástvini sína glaða og því leyndi
hann því eins og hann gat, að hann
kenndi hættulegs sjúkdóms. Þess vegna
kom það óvænt, þegar hann andaðist
skyndilega um vorið af hjartaslagi. Miss-
irinn var mikill og sorgin sár fyrir
Sonju. Hún hafði ætíð verið eftirlæti
föður síns og mikið samrýmdari honum
en móður sinni. Nú fannst henni hún
vera einmana og ekki var laust við að
hún öfundaði Anjútu, sem gat grátið og
svalað sorg sinni við brjóst mannsins,
sem hún unni. — Þetta mun hafa vald-
ið nokkru um, að nú tók hún loksins
þá ákvörðun að verða eiginkona manns-
ins síns meira en að nafninu.
Haustið eftir fluttu Kovalevskyshjón-
in til Pétursborgar og fengu sér góða
ibúð. Voldimar Kovalevsky gaf út bæk-
ur, náttúrufræðirit, sum skrifaði hann
sjálfur, sum þýddi hann. Að heimili
þeirra hjóna söfnuðust nú margir helztu
mennta- og vísindamenn borgarinnar og
Sonja varð brátt miðdepillinn í þeim
flokki. Enginn jafnaðist á við hana að
draga skarpar ályktanir, enginn var fljót-
ari að koma auga á fegurð í bókmennt-
um og listum, enginn lausari við for-
dóma, eða illar getsakir í garð annarra.
Hún hafði fram að þessu dregið sig svo
út úr, sökkt sér niður í nám, fáum
kynnzt og farið alveg á mis við glað-
værð æskunnar, en varð nú hrifin af
tilbreytingunni og kastaði sér með ákefð
út i hið nýja líf, tók þátt i samkvæmum,
sótti leikhús og fyrirlestra. Vegna þess-
ara nýju áhrifa beindist hugur hennar
inn á nýjar brautir og hún fór að skrifa
um önnur efni en áður: blaðagreinar og
skáldsögur. Fyrsta skáldsagan hennar,
,,Heimiliskennarinn“, kom þá út og varð
mjög vinsæl. — Þátttakan í samkvæm-
HÚSFREYJAN
9