Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 11
óblandinni virðingu og vináttu sam- verkamanna sinna og nemenda, og fór virðingin og álitið, sem hún naut, stöð- ugt vaxandi. Þó er margt sem bendir til þess, að hún hafi aldrei notið sín til fulls, vegna þess að hún fékk ekki að starfa í ættlandi sínu. Hún kom til Sví- þjóðar með þeim einlæga ásetningi að festa þar rætur. Vinarhugur hennar til lands og þjóðar kemur greinilega fram í bréfum til vina hennar. I bréfi til próf. M. Leffler, sem hún skrifar frá París í fyrsta friinu, sem hún dvelur þar, segir hún: ,,Ég þakka yður innilega fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig. Ég vona að mér takist að vinna háskólanum í Stokkhólmi gagn, eina háskólanum, sem fáanlegur var til þess að opna dyr sínar fyrir mér. Ég er Svíþjóð þakklátari, en ég fæ með orðum lýst og vona að mér takist að finna þar mitt annað föður- land“. — Það tókst henni samt því mið- ur ekki því „Römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til“. Hún þráði alltaf Rússland og það var henni kvöl, að þurfa sífellt að rita og tala útlent mál. „Það bezta og viðkvæmasta í sál- arlífi mínu, getur ekki komið fram í neinu tungumáli, nema rússnesku*1, sagði hún eitt sinn. Hún gat aldrei eirt í Sví- þjóð, nema þegar hún var bundin við starf sitt. Óðara og hún fékk frí, lagði hún af stað í ferðalag. I friunum var hún mjög oft í París, enda hafði hún þar ágæta aðstöðu til þess að auka þekk- ingu sína. Á þessum árum skrifaði hún mikið, bæði vísindaleg verk og skáld- sögur. Af skáldsögum hennar er „Rava- jevskysysturnar" þekktust. — 1888 vann hún hæstu heiðursverðlaun, sem háskól- inn í París veitir fyrir stærðfræðilega ritgerð. Hún stóð nú á tindi frægðar sinnar. Engri konu hafði hlotnazt slíkur heiður áður og aðeins örfáum karlmönn- um. Blöð í flestum löndum Evrópu fluttu myndir af henni og greinar um hana. Hver veizlan á fætur annarri var haldin henni til vegs og í óteljandi skálaræð- um var hennar minnst. En sorgir og mótlæti voru enn á næsta leiti. Árið eftir var Sonja aftur og aftur kölluð að sjúkrasæng og dán- arbeði Anjútu systur sinnar. Hún hafði alltaf unnað henni einlæglega og saknaði hennar nú mikið. „Nú finnst mér síðustu böndin vera brostin, sem bundu mig við æskustöðvarnar“, sagði hún skömmu eft- ir andlát Anjútu. — En hún lifði hana ekki lengi. Snemma á árinu 1891 veikt- ist hún af lungnabólgu. Hún hafði verið á ferðalagi og farið með næturlest frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms. Svo varð hún að ganga frá járnbrautarstöð- inni heim til sín. Það var kalsaveður. Hún ofkældist og fékk strax háan hita. Legan var stutt. Eftir viku var hún dáin, — tæplega fertug. — Starfstíminn var ekki langur, en mikið var unnið. — Vin- ir hennar töldu hana hafa eftirlátið sér ógleymanlegar og dýrmætar minningar. Bókmenntirnar, og þó einkum vísindin, auðgaði hún mikið, en samt er ef til vill brautin, sem hún ruddi fyrir kynsystur sínar, þýðingarmest. Hún prédikaði aldrei um kvenréttindi, en í öllu lífi sínu og starfi sýndi hún það og sannaði, að konur geta verið jafnokar karlmanna og hafa engu síður en þeir skarpskyggni og vinnuþol. Því verður örðugt að neita með dæmi Sophie Kovalevsky fyrir aug- um. Guðrún Björnsdóttir frá Korntá Skri fstofn Kvenfélagasam banils íslands verður sem áður á Laufásveg 2, en á 2. liæð, gengið inn frá Laufásvegi. Frá 1. okt. næstkomandi verður skrifstofan opin kl. 3—5 alla virka daga nenta laugardaga. — Sími verður sem fyrr 10205. HÖSPREYJAN / 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.