Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 10
islífinu og hinir breyttu lifnaðarhæt.tir urðu mjög kostnaðarsamir, svo þess vegna mun Sonja hafa átt upptökin að því að þau hjónin lögðu út í að byggja íbúðir og selja þær aftur og gáfu sig að fleiri viðskiptamálum. Allt virtist ganga vel í fyrstu, en bráðlega steðjaði ógæf- an að. A viðskiptabrautinni kynntist Kovalevsky manni, sem varð hans illi andi, tókst að vinna traust hans og not- aði sér það til þess að teygja hann lengra og lengra út í vafasöm fjárhættufyrir- tæki. Sonja sá hættima og aðvaraði hann, en hann trúði vininum svo vel, að hún fékk ekki við neitt ráðið. — Þetta varð henni ofraun. Hún þoldi ekki óviðkomandi mann, sem hún hafði illan bifur á, milli sín og mannsins síns, svo hún yfirgaf heimilið og tók litlu dóttur- ina — eina barnið, sem þau hjónin eign- uðust — með sér. Nú hugðist hún brjóta sér sína eigin braut og fljótlega fékk hún nægileg verkj efni. En það var stuttu eftir burtför hennar frá heimilinu, að maður hennar sá, að hann hafði verið ginntur út í fjármálasvindl og hann, sem var að upp- lagi samvizkusamur og strangheiðarleg- ur maður, tók sér þetta svo nærri, að hann réði sér bana. Fregnin um þetta varð Sonju svo þungt áfall, að hún varð hættulega veik og lá lengi rúmföst. Ilún ásakaði sig harðlega fyrir að hafa flúið af hólmi, í staðinn fyrir að berjast til hins ýtrasta. Smám saman fékk hún þó heilsuna aft- ur. En hún hafði á stuttum tíma elzt um mörg ár. Hárið hafði gránað og æsku- blóminn horfið. En nú kom henni óvænt hjálp og upp- örvun, til þess að gefa sig að fyrri áhuga- áhugamálum sínum og vísindastörfum. Á velgengnisárum hennar í Pétursborg, hafði merkur sænskur stærðfræðingur, Mittag Leffler, heimsótt hana. Hann var nemandi próf. Weierstrass eins og hún, þó að ekki væru þau þar samtímis. En hjá Weierstrass hafði hann heyrt svo mikið um hana talað og einnig lesið rit- gerðir hennar, að hann hafði langað til að kynnast henni persónulega. Og ekki hafði hann orðið fyrir vonbrigðum. Gáf- ur hennar og andriki heillaði hann og hann dáði skarpskyggni hennar. öðru hvoru höfðu þau skifzt á bréfum og hann taldi sér mikinn styrk í að ræða við hana hin erfiðustu viðfangsefni. Nú stóð einmitt svo á, að hann hafði verið skipaður prófessor við hinn nýstofnaða háskóla í Stokkhólmi. Var það þá eitt hið fyrsta verk hans að fá því til vegar komið — sem að vísu kostaði hann all- mikil átök — að Sonju yrði boðið dós- entsembætti við háskólann. Eftir nokk- urt hik tók hún því boði og kom til Stokkhólms að áliðnu sumri 1883. Þau systkinin: prófessor Mittag-Leffler og skáldkonan Anna Charlotta Leffler tóku á móti henni. Þær konumar höfðu margt hvor um aðra heyrt, en ekki sézt fyrr. Með þeim tókst strax hin bezta vinátta og nánasta samstarf. Systkinin vildu þegar í stað efna til veizlu, til þess að fagna Sonju og kynna hana helztu menntamönnum borgarinn- ar og háskólakennurunum. en hún bað þau að fresta því, þangað til hún væri búin að læra sænsku, — eða svo sem hálfan mánuð. — Að vísu tóku þau þetta sem spaug, en gerðu þó eins og hún bað um. En viti menn. Veizlan var haldin 14 dögum síðar og þó ótrúlegt sé, gat Sonja þá bjargað sér talsvert í sænsku, en hafði þó ekki lært hana áð- ur. í Svíþjóð má heita að byrji nýtt tíma- bil í ævisögu Sophie Kovalevsky. Þar átti hún nú heima og hafði þar sitt aðal- starf þau rúm 7 ár, sem hún átti ólifað. Fyrsta árið var hún dósent við háskól- ann, en prófessor úr því. Hún hafði bor- ið mikinn kvíðboga fyrir því, að mót- spyrnan gegn sér, sem háskólakennara — vegna þess að hún var kona — yrði svo mikil, að prófessor Mittag-Leffler yrði látinn gjalda þess að hafa komið henni að háskólanum. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus. Henni tókst strax að ná 10 HÓSPEEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.