Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 17
Anna Aradóttir, Þverliamri í Breiðdal Hún var heitin cftir háðum ömmum sín- um Anna Kristín. Fædd 30. dcsember 1891. En alllaf köllnð Anna á Þverhamri. For- eldrar Iiennar voru lijónin Ari Brynjólfs- son, alþingismaður og hóndi á Þverhamri í Breiðdal og Ingibjörg Högnadóttir, fóst- urdóttir Jóns Þorvarðarsonar, hónda í Pap- ey. Hún ólst þarna upp við mikið ástríki foreldra sinna, og tók við húst jóriiinni af þeim, er hún giftist árið 1916, Þorsteini Stefánssyni, búfræðikandídat, sein þá hafði verið bústjóri á prestssetrinn Eydölum. Þorsteinn var sonur séra Stefáns Péturs- sonar á Iljaltastað og fóstursonur séra Jóns Jónssonar á Stafafelli í Lóni. Anna átti eina systur, Rósu, sem var eldri og andaðist á blómaskeiði ævinnar, talin ein álitlegasta kona Austurlands á þeirri tíð. Anna var námfús og vel að sér, þegar hún tók við húsmóðurstörfum. Hafði gengið á kvennaskóla í Reykjavík og síðar kennara- skólann og lokið þar prófi. Ilafði vcrið um skeið kennari barna ogunglinga í Breiðdal. Var þá einnig í fararbroddi félagsumbóta og menningarmála í sveitinni og alla stund, er hún bjó í Breiðdal. Hún andaðist í Reykjavík 17. desember 1960, vantaði J»á rúmt ár í sjötugt. Mér undirrituðum er Ijúft og skylt að minnast Önnu, því hana tel ég eina þá beztu búsmóður og mjög lil fyrirmyndar þeirra, er ég bcf kynnzt á lífsleiðinni og til grafar eru gengnar. Eitt af því, sem við áttum sameinginlegt var ástin til Austurlands lands sólarupp- komunnar — þess tignarlegu tinda, logn- sælu fjarða og fögru fjalladala. Þar liafði hún lifað sín glöðu æskuár á fjölmennu heimili mikilhæfra foreldra. Einnig sín þroskaár og sinnt menntamálum æskufólks líknar- og menningarmálum. Þar hafði hún gifzt sínum ágæta eiginmanni, er síð- ar varð hreppstjóri og sveitarhöfðingi, sem allir virtu sökum liæfileika og mannkosta. Þar höfðu þau eignazt fjögur börn, livert öðru mannvænlegra og húið góðu búi nær tvo áratugi. Þar höfðu þau tekið opnum cirmum gestum þeim, sem að garði bar, ekki sízt þeim, sem á einhvern hátt áttu bágt eða bcðið liöfðu ósigur í baráttunni miklu um brauðið og grautinn. Séra Emil Björnsson, sem er Breiðdæl- ingur, lýsir Önnu þannig í minningargrein, er liann sendi beim frá Lundúnaborg um áramótin 1960—’61: „Frú Anna hlaut að verða hverjum manni minnisstæð. Svipmikil og sviphrein, tinnusvart hárið, hörundið bjart, tillitið milt og magni þrungið í senn, gullhjarta. 17 HÚSPBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.