Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 24

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 24
þetta að bættri þjóinistu fyrir almenning. Vörumerkingarráð liefur sett fram reglur um vörumerkingu og gefið út skýringar með þeim, svo að almenningur geti lesið þær sér til fulls gagns. Eftirlit er liaft með vörunum á rannsóknarstofum og fylgzt með því, að þær uppfylli þær staðliæfing- ar, sem merkimiðinn gefur til kynna, en á bonum er að finna þær upplýsingar, sem ráðið telur nauðsynlegast að fólk viti um hverja vörutegund. Allt þetta veitir fram- leiðendunum margvíslegt aðliald og trygg- ir að sjálfsögðu vörugæðin, efni, byggingu og framleiðslubætti. Vitneskja öll, sem liægt er að veita almenningi á þessum svið- um, er ómetanlegt öryggi gegn vörusvik- um og hvers konar óhöppum í viðskipl- um. Annars fer starfsemi Statens Hushold- ningsrád aðallega fram á tvo vegu. Annars vegar er tilraunadeildin, en hins vegar fræðslu- eða upplýsingadeildin. Vinna á vegum tilraunadeildarinnar er ærið vanda- söm, og starfsmennirnir þurfa að hafa til að bera jafnt fræðilega sem hagnýta þekk- inigu á viðfangsefnunum. Aðalverk deild- arinnar er að franikvæma verkefnin, sem ráðið sjálft ákveður. Fyrst þarf að gera frumtilraunir til að komast að því, hvern- ig framkvæma beri liverja aðaltilraun og hvaða aðferðir séu hentugastar. Síðan þarf að fara fram samanburður á vörutegund- um af þeim flokki, sem snerta hvert verk- efni. ()g samráð verður að liafa við at- vinnulífið í baráttu þeirri, sem háð er til að ba'ta vörur þær sem heimilum og neyt- endum standa til boða. Það eru óljós skil milli tilrauna, rannsókna og vörusaman- burðar, en alll miðar að hinu sama, til gagns fyrir heimilin, neytendur og þjóð- félagið. Oft hefur verið vandi að ráða fram úr því, livort leggja ætti ineiri áherzlu á að framkvæma atliuganirnar mjög ýt- arlega í öllum smáatriðum eða taka lield- ur tillit til þess fjölda verkefna, sem að- kallandi er hverju sinni, og fræðsludeild- in og almenningur vill fá vitneskju um frá rannsóknadeildinni. Alll tekur sinn tíma og kostar fyrirhöfn, cn vonir standa til að framtíðarstarfið geli hyggzt að einhverju leyti á því, sem áður hefur verið gert, svo að hægt sé þá að komast að niðurstöðum og gefa þær út með minni fyrirhöfn og á styttri tíma. Ennfremur er fyrirhuguð sam- vinna samsvarandi rannsóknastofnana á hinum Norðurlöndunum, og að sjálfsögðu getur orðið um gagnkvæman hagnað og fróðleik áð ræða. Fyrirhugað er að víkka rannsóknarsvið Statens Huslioldningsrád og liafa nú haf- izt atliuganir á því, hvaða áhrif það hefur á heimilin, að húsmæður vinni úti, og verð- ur höfð samvinna við þá stofnun, er ann- ast fyrirgreiðslu í þjóðfélagsvandamálum ýmsum. Þegar niðurstöður hafa fengizt af |)essum umfangsmiklu athugunum, starida vonir til að mikilvægrar vitneskju liafi ver- ið aflað um lífshætti og starfsvenjur á heim- ilum nútímans, sem geti orðið að miklu liði við önnur óleyst verkefni. Meginverkefni fræðsludeildariimar er að gefa út niðurstöður tilrauna- og rannsókna- starfsins. Annars vegar eru birtar nákvæm- ar skýrslur, sem ætlaðar eru kennurum, tæknifræðingum og öðrum sérfræðingum í ritinu Tekniske Meddelelser, en hins veg- ar er gefið út blaðið Rád og Resultatcr, þar sein niðurstöðurnar og frásagnir af rann- sóknunum eru hirtar á einfaldan og auð- skilinn hátt, aðgengilegar til fróðleiks fyr- ir allar húsmæður og almenning. Oft eru ]>ar einnig hirtar upplýsingar frá öðrum lil- raunastofnunum eða ýmislegt annað efni, sem talið er eiga erindi til þessara aðila. Þegar hlaðað er í ritum J)essum og öðr- um einstökum fræðsluritum, sem gefin cru út á vegum ráðsins, kennir þar margra grasa og af ýmsu er að taka, sem fróðlegt er að kynnast nánar. Rannsóknir liafa 'farið fram á ýmsum heinrilistækjum og áliöldum og gefnar út lýsingar á gerð Jieirra og hyggingu, kostum og göllum. Að sjálfsögðu er eingöngu miðað við danskan vörumarkað, svo að J)etta kem- ur ekki að fullum notum hér hjá okkur, })ar sem hér eru aðrar gerðir á boðstólum, aðeins fáar hinar sömu og í Danmörku. En 24 HÚBFRE YJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.