Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 28
HEIMILISÞÁTTUR
Frainli. af bls. 25.
ingargildi hefnr verið' haldin fyrir nokkr-
uni árum. Þar var komið fyrir ótal töflum,
er skýrðu á ni jög einfaldan liátl næringar-
gildi fæðutegunda og ýmis flókin atriði í
næringarfræðinni. Bæklingur með mynd-
um af sýningunni var síðan gefinn út.
Danska fræðsludeildin rekur svokallaða
Upjdýsingamiðstöð, sem liúsmæður og al-
menningur snúa sér til í síma eða bréflega
með erindi sín og vandamál. Á tveimur ár-
um liefur þessi miðstöð svarað nær 50 þús-
und fyrirspurnum af ýmsum toga. Haldin
er sýnikennsla fyrir liúsmæður og bverja,
sem vilja fylgjast með, tvo daga vikunnar,
auk þess sem sérstakir fræðsludagar eru um
ákveðin efni og þá oftast boðið liópum
kvenna frá einhverjum félagssamtökum eða
skólum.
Fræðsluskrifstofa K. I., sem talaö er um
í tillögum starfsnefndarinnar ætli að vinna
á svijiuðum grundvelli og þessi fræðslu-
deild eða samsvarandi deildir bjá sænsku
og norsku stofnununum. Hún ætti að vinna
úr niðurstöðum þessara rannsóknastofnana,
vinsa úr þann fróðleik, sem erindi á til okk-
ar bér, og búa bann í aðgengilegan og hent-
ugan búning fyrir íslenzkar búsmæður.
Þetta kostar mikla vinnu og sérfræðilega
þekkingu, en þegar þetta væri komið á rek-
sjiiil, ætti almenningur að geta sótt fróðleik
til skrifstofunnar uin þau efni, sem hann
vill fá vitneskju um, og leiðbeiningar í
ýmsum vandamálum.
Af rannsóknarstörfum þeim sem fram
liafa farið hjá Statens Husboldningsrad má
t. d. nefna rannsóknir á rafeldavélum og
ofnum, ísskápum og frystitækjum, bræri-
vélum, búrvogum, strokjárnum og þvotta-
vélum, svo að nokkuð sé nefnt. Ef velja á
milli rafvéla með gormaplötum eða hell-
um, kemur þetta belzt til athugunar:
Gormaplöturnar bitna fyrr og ekki er eins
nauðsynlegt að nola sérstaka rafsuðupotta
með þykkum botni á þær sem á hellurnar,
jiottbotninn þarf þó að vera sléltur og falla
vel að. En gormaplöturnar gefa ekki eins
jafnaii liita og liinar, og nokkru erfiðara er
að breinsa þær. Hellurnar hitna aftur á
mióti mjög jafnt og eru auðveldar í hreins-
un, en þær nota 3—4 prósent meira raf-
magn en hinar til sömu afkasta. Meðal nýj-
unga má nefna hraðsuðuhellur, sem eiga að
hafa sérstakan öryggisútbúnað gegn því að
ofhitna, og liellur með hitastilli, sem rýfur
strauminn við ákveðið hitaslig, svo að eng-
in bætta á að vera á því, að matur brenni
við né lieldur sjóði út úr á þeim. Það þarf
nákvæmni við að stilla þessar hellur, og
þær eru nokkra stund að hitna.
Víðtækar rannsóknir liafa veriö gerðar
á þvotti og þvottavélum og er nú liðugur
áratugur síðan þær bófust fyrst í Dan-
mörku, en ýmislegt nýtt og nýtt kemur fram
í dagsljósið. I nýkomnum skýrslum er sagt
frá því, að um leið og verið var að gera
rannsóknir á þvottaefnum fyrir skömmu,
kom ujij) nýtt verkefni, sem dró að sér at-
hyglina. Það kom í Ijós, að þvottavélar með
vatnsgeymi, sem er glerbúðaður að innan
eða emaleraður, eru varliugaverðar, eink-
um tromle-vélarnar eða tunnuvélar sem
velta fram og aftur í láréttri stöðu. Starfs-
fólk stofnunarinnar var látið ganga í til-
raunaskyrtum, sem þvegnar voru í mismun-
andi vélum með mismunandi tegundum af
þvottaefnum, allt eftir settum reglum. Kom
þá í I jós að skyrtulíningarnar slitnuðu mjög
misfljótt, og þær sem fyrst slitnuðu voru
allar þvegnar í sömu vél, þ. e. a. s., tunnu-
vél, emaleraðri að innan. Þetta var vél, sem
ekki bafði verið notuð mcir en eins og
venjuleg lieimilisvél í fjögur ár. Við nán-
ari athugun kom í Ijós að glerhúðin liafði
breytzt tiltölulega fljótt, orðið stöm og
nokkuð óslétt. Þótt ekki verði vart annarra
breytinga cn þeirra, að glerbúðin missi gljá-
ann, telur stofnunin, að slitið verði mun
nieira en í vélunum, eins og þær eru nýjar
og jafnvel helmingi meira en í sams konar
vélum, sem liafa vatnsgeymi eða tunnu úr
stáli. Talið er að þessar emaleruðu tunnu-
vélar slíti þvottinum talsvert meira en
þvælisvélarnar, þ. e. a. s. þær sem standa
upjiréttar með lóðréttum þvæli, þótt þær
séu einnig margar glerliúðaðar að einnan,
28
HÚSPREYJAN