Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 5
félagið er ekki lengur fyrst og fremst bændasamfélag, nú býr meiri liluti ])jóðar- innar í þéttbýli. I stað' fjölmennra lieimila til sjávar og sveita eru binar smáu fjöl- skyldueiningar — foreldrar og börn — orðnar algengastar. Þar sem fyrrum voru margar konur starfandi á Jiverju lieimili, er nú víðast bvar húsfreyjan ein um heim- ilisstörfin. Er það ein megin orsök þess, að þeim beimilum fækkar fremur en liitt, sem geta annast gamalmenni, sem farin eru að heilsu. Og þrátt fyrir ágæti læknavísind- anna verða þeir alltaf æði margir, sein Elli kerling beygir svo, að þeir verða um lengri eða skemmri tíma að njóta aðstoðar ann- arra á efri árum. Bæði hér og annars staðar befur þróunin orðið sú, að elliheimili og hjúkrunarstofn- anir annast í auknum mæli það fólk, sem ekki getur lengur séð um sig sjálft, eða hef- ur aðstöðu til að dvelja í skjóli vandamanna sinna. Fer ])ví fjarri, að alltaf sé ræktar- leysi aðslandenda um að kenna, að ekki eru tök á að vista aldrað fólk í lieimahúsum, einkum það, sem er Iieilsubilað. En liversu vel, sem slík vistheimili eru úr garði gerð, þá unir fólk sér rnisvel á þeim og kemur margt til. Sumir koma þangað ])jáðir og vanmegnugir og myndu alls staðar eiga erfiða daga. Aðrir flytja þangað sæmilega hressir, m. a. vegna þess að þcir hafa ekki getað fengið neina aðstoð við heimilisslörf, sem voru orðin þeim of erfið, en reynist svo erfitl að finna sér verk- efni til dægradvalar, ]>egar þeir eru horfn- ir úr sínu gamalkunna umliverfi. Sumt af þessu fólki er svo liraust, að það liefð'i getað húið lengur að sínu, ef það hefði fengið smávægilega aðstoð, svo sein lijálp við ræst- ingu einu sinni eða tvisvar í viku, aðstoð við þvolta, við matarkaup og matseld, lijálp 1 iI að’ haða sig o. s. frv. Kannski hefði því nægt að eiga vísa aðsloð svo sem fjórar eða fimm kliikkustundir á viku hverri. Erlendis er meira og meira gert að því, að’ skipuleggja slíka aðstoð við aldrað fólk, auk heimilishjúkrunar. Er slík aðstoð veitt vegna athugana, sem gerðar hafa verið og sanna, að flestir kjósa að búa sem lengst á eigin lieimilum. Jafnframt er það fjárliags- lega hagkvæmt fyrir ])jóðfélagið’ að auka sem mest aðstoð við aldrað fólk utan stofn- ana, því að' dýrara er að' hyggja vistheimili, sem uppfylla þær kröfur, sem gera verður til slíkra stofliana. Þar sem aðstoð við’ aldr- að fólk er bezl, er líka lögð mikil áherzla á, að elliheimili séu með sem minnstum stofnanabrag. Sjálfsagt þykir nú, að liver vistmaður liafi einkalierbergi, nema þeir, sem óska að búa saman, svo sem lijón eða systkini. Þar sem ekki er hægt að koma því við' að' hafa eingöngu lítil heimili, er reynt að flokka vistmenn í smærri einingar, 1. d. með ])ví, að setustofur og borðstofur séu margar á hverri stofnun. En svo að við víkjum aftur að verkefnum kvenfélaganna á |)essum vettvangi, ]>á mun koma í ljós, ef að er gáð, að víða er aldrað fólk, sem þráir að geta enn um sinn dvalið' í sínu gamalkunna umliverfi, en kýs þó, vegna öryggisleysis, að' vista sig á ellilieim- ili. Ef kvenfélögin skipulegðu lieimilisað- stoð’ handa því, mætti hugsa sér, að konur, sem kannski gætu séð af nokkrmn klukku- stundum á viku liverri frá sínum eigin heimilum, fengjust til að annast hana. Það’ þarf ekki sérmenntun til að sinna þessum störfum og þau lieimta ekki, að' konur séu langdvölum að lieiman. Samkvæmt lögun- um greiða ríkissjóður og bæjar- og sveitar- sjóðir hluta af vinnulaununum og er það gert til þess, að sá, sem starfsins nýtur, þurfi ekki að greið’a nema hluta venjulegs kaupgjalds. Hér er því ekki um venjulega sjálfhoðaýinnu að ræða, heldur geta konur einnig unnið sér fyrir kaupi á þennan liátt. Hitt er svo annað mál, að sú sjálfboðavinna, sem kvenfélagskonur vinna víða við það, að lilynna að öldruðu fólki á ýmsan hátt, er afar inikilvæg. Engir vita betur en konur innan hvers bæjar- og sveitarfélags, livar skórinn krepp'- ir í þessu efni. Skipulögð heimilisaðstoð getur leyst mikinn vanda margra ellimóðra meðbræðra okkar. SipríSnr Thorlacius. HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.