Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 25
Töflur frá sýnitigu um fœðuval og nœringargildi. vissulega má í’jölmargt af þessu læra, og liafa mætti mikið gagn af þessum saman- burði á tegundum, þegar íslenzk rannsókn- arstöð kæmist á fót og gerður væri sams konar samanburður á því vöruvali, sem bér er um að ræða. Fjölda margir bæklingar um sjálfstæð efni hafa komið út á vegum fræðsludeildar- innar með upplýsingum fyrir almenning um einstakar vörutegundir, en einnig með ýmsum góðum ráðleggingum um lifnaðar- liætti og matarverijur. Má t. d. nefna leið- beiningar um kæliskápa, um skókaup, um kaup og tilreiðslu á kjöti og ennfremur marga bæklinga um ýmsa þætti matreiðsl- unriar, um niðursuðu, frystingu og margt fleira, og tillögur um matarrétti við ýmis tækifæri. Þá liafa komið mjög gagnleg ráð um meðferð og viðliald á fatnaði og lireins- un á blettum af ýmsu tági. Nýlega bafa komið ýtarlegar leiðbeiningar um hrein- gerningastörf, og eru þær, ásamt leiðarvís- inum um blettahreinsun, settar upp í töflu- formi til bægðarauka fyrir búsmæðurnar. Einnig Iiefur nýlega komið bæklingur um störf búsmæðra utan lieimilis og innan, með mörgum einföldum ráðleggingum til að létta af þeim erfiðinu. Minnt er á það að búsmæður eigi að baga lieimilisstörfunum svo, að þær geti hvílt sig um lielgar eins og annað fólk. Fræðsludeild hefur lengi annazt fram- leiðslu á ýmiss konar kennslutækjum til bússtjórnarfræðslunnar, töflum, mynda- samstæðum, kvikmyndum o. fl. Þá liefur til margra ára verið fastur þáttur í danska út- varpinu frá Statens Husholdningsrád, 2ja minútna þáttur, sem fluttur er tvisvar á dag, en einnig lengri erindi flutt tvisvar í viku. Þá liafa verið settar upp sýningar fyrir almenning um ýmis efni. Nýlega liefur ver- ið opiu um lengri tíma sýning, er bar nafn- ið Bedre kökken, trin for trin. Á lienni voru m. a. athyglisverðar leiðbeiningar um nýtingu á skápum og innbúnaði í barna- lierbergjum. Sýning um fæðuval og nær- Framh. á bls. 28. HÚSFRF.YJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.