Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 8
Heimilis-
iðnaðarfélag
r*
Islands 50 ára
Heimilisiðnaðarfélag íslands (H. 1.) var
stofnað 12. júlí árið 1913. Stjórnina skip-
uðu:
Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri, for-
seti.
Ingi Lára Lárusdóttir, ritari.
Matthías Þórðarson, fornmin javörður,
gjaldkeri.
Ingibjörg H. Bjarnason, skólastjóri.
Ásgeir Torfason, efnafræðingur.
Sigríður Bjömsdóttir.
Lfndir lögin skrifuðu 13 konur, og 21 karl-
maður. H. I. var landsfélag, þótt flestir fé-
laganna byggju í Reykjavík.
Á stofnfundinum skýrði formaður und-
irbúningsnefndar, frk. Ingibjörg H. Bjarna-
son, frá því, að stofnun félagsins Iiafi fyrst
veriö breyft á fundi í Lestrarfélagi kvenna
veturinn 1911—’12.
Félaginu voru samin ýtarleg lög. Meöal
annars var tekið fram að tilgangi sínum
byggist félagið ná með því að koma á fjöl-
breyttum námskeiðum, kynna bækur, rit-
gerðir o_g fyrirmyndir í ýmsum greinum
beimilisiðnaðar, koma upp safni alls kon-
ar heimilisiðnaðarálialda og benda á og út-
vega sölustaði, bér og erlendis, fyrir íslenzk-
ari iðnað, heimilisiðnað, listiðnað og annan
iðnað.
Þegar 1914 var liafizt banda með fjöl-
breytt námskeið og voru þau styrkt af op-
inberu fé, landsjóði eða bæjarsjóði.
Smátt og smátt voru stofnuð fleiri beim-
ilisiðnaðarfélög, til og frá um landið. Öfl-
ugast var Heimilisiðnaðarfélag Norður-
lands. Veitti Halldóra Bjarnadóttir því for-
stöðu í mörg ár. Öll þessi félög sóttu til Al-
þingis um styrk til starfsemi sinnar.
Pétur á Gautlöndum, alþingismaður,
gerði það að tillögu sinni, að það skilyrði
yrði sett fyrir ríkisstyrk til heimilisiðnaðar-
félaganna, að þau stofnuðu með sér sam-
band. Sambandinu yrði svo veittur fastur
styrkur, er það skipti milli félaganna. Sam-
band íslenzka beimilisiðnaðarfélaga var
svo stofnað 1920 og því veittur 5 þús. kr.
árlegur ríkisstyrkur.
Við stofnun Sambandsins varð H. I. í
raun og veru félag Reykjavíkur, þótt Jiað
béldi nafni sínu.
Þrátt fyrir tvær beiinsstyrjaldir og ýmsa
aðra örðugleika, starfaði H. I. alltaf að
bugðarefnum sínum. Það gekkst fyrir sýn-
ingum og fjölda námskeiða, gaf iit munst-
ur og útvegaði áliöld til heimilisiðnaðar. í
mörg ár styrkti Reykjavíkurbær saunia-
námskeið á vegum félagsins. Hin félögin
unnu á svipaðan hátt, livert eftir sinni getu.
Með tilkomu húsmæðraskólanna og verk-
námsdeilda annarra skóla, breyttist verk-
svið lieimilisiðnaðarfélaganna. Þeim tók Jní
að fækka, unz H. 1. var eitt eftir.
Samband íslenzkra beiinilisiðnaðarfélaga
var svo lagt niður 1959. Heimilisiðnaðarfé-
lagi íslands voru J)á samin ný lög og gert
að landsfélagi á ný. Meðlimir geta orðið fé-
lög, nefndir innan félaga og einstaklingar.
H. 1. gerðist J)á einnig meðlimur í Heimilis-
iðnaðarsambandi Norðurlandanna í stað
Sambandsins áður. H. í. liefur nú 35 þús.
kr. ríkisstyrk til starfsemi sinnar.
Árið 1952 stofnaði H. í., ásamt Ferða-
skrifstofu ríkisins, beildsölufyrirtækið ís-
lenzkur lieimilisiðnaður (1. H.). I. H. veil-
ir framleiðendum margs konar fyrirgreiðslu
við útvegun efnis og jafnframt leiðbeining-
ar um gerð söluhæfra muna. Af ríkisstyrk
H. í. ganga 25 J)ús. kr. árlega til I. H., enda
veiltar í því augnamiði.
Samstarfi H. I. og Ferðaskrifstofunnar
var lokið 1957, og er nú Heimilisiðnaðarfé-
lagið eitt um rekstur í. H.
Á síðastliðnu sumri var J)ing Sambands
heimilisiðnaðarfélaga Norðurlandanna báð
bér í Reykjavík, í boði II. I. Tókst það með
8
HÚSFREYJAN