Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 22
legt er í garðinum jafnóðum og það er nothæft. Dill er auðræktuð og góð kryddjurt, hún á einkum vel við kartöflur, síld, sil- ung og ýmsa feita fiska. Með því að stinga dillgreinum niður í edik og geyma þannig fæst gott dilledik til þess að nota í krydd- lög á síldina. Ef jurtirnar ná að mynda sveipi eru krónurnar notaðar í sultuðu gúrkurnar á haustin. Þær matjurtir, sem nú hafa verið tald- ar eru alþekktar og auðræktaðar, ég hefi einmitt talið þær upp vegna þess. Það væri stór framför, ef öll heimili ættu þess kost að nota að staðaldri þessar matjurt- ir. Ég veit að sum búa við margfalt meiri f jölbreytni, en til eru líka önnur þar sem grænmetisneyzla er sama og engin. Með litlum tilkostnaði en dálitlu framtaki mætti kippa því í lag. 1 sveitum er ástand- ið víða ekki betra en í bæjum, og ótrú- lega algengt er þar að árangri allrar við- leitni húsmæðra til að rækta grænmeti sé spillt af ágangi búfjár. Því þarf um- fram allt að koma upp traustri girðingu kringum matjurtargarðinn áður en hafizt er handa, því óvinnandi vegur er að rækta kál og rófur, sem kýr og túnrollur éta jafnóðum. Lítill matjurtagarður getur, ef honum er sýndur sómi, veitt húsmóðurinni mik- inn stuðning við að drýgja matarkaup heimilisins, allar máltíðir verða fram- bærilegri og álitlegri ef grænmeti fylgir, en það er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, að það eru heilsuverndandi fæðutegundir, sem við sækjum í garðinn, líklegar til að bæta heilsu okkar og líðan og tefja hrörn- un og ellimörk. Eg veit að annríki hindrar marga í því að stvmda matjurtarækt, sjaldgæft er að við ljúkum öllum þeim störfum, sem við teljum okkur eiga að vinna. Því verðum við að taka lífshætti okkar upp til endurskoðunar og meta hver af störfum okkar helzt megi sitja á hakanum, og kanna hvaða afleiðingar það kunni að hafa að sleppa þessu eða hinu en taka annað upp í staðinn. öllum er, innan vissra takmarka, frjálst að kjósa hvað þeir leggja mesta stund á. Húsmæður geta t.d. ráðið því, hvort þær vilja keppa að því eingöngu að þrífa heimilið svo að þar sé allt lýtalaust innan stokks, eða hvort þær slaka stund- um á kröfunum inni, til þess að laga til og snyrta umhverfi hússins, sem óneitan- lega stingur oft mjög í stúf við þá snyrti- mennsku, sem víðast lýsir sér í umgengni innanhúss. Hugsanlegt væri einnig að verja nokkrum tíma til matjurtaræktar án þess að skerða svefntímann eða ganga á hvíldartímann, með því að draga úr vinnufrekum íburði í matreiðslu ogbakstri þá daga, sem valdir eru til garðyrkju- starfa. Störf hús- mæðra eru ekki öll jafn bráðnauðsynleg, þau verða eins og önnur störf metin eftir því gildi, sem þau hafa fyrir ein- staklingana og þjóð- arbúið. Vigdís Jónsd., skólastj. Kálplöntur hæfilegar til gróðursetningar. 20 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.