Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 23
MANNELDISÞÁTTUR Hvc ið eigi jm við að bi □ka? Það er bœði hollara og ódýrara að baka úr geri Horn og bollur % kg hveiti 100 g smjörlíki 25 g pressuger eða 2% tsk perluger 2 dl mjólk % tsk salt 3 tsk sykur 1 egg Hveiti sáldrað í skál, sykri og salti bland- að saman við, smjörlíkið mulið í. Mjólk- in velgd, gerið leyst upp í mjólkinni (mun- ið að hita ekki gerið með mjólkinni). Vætt í deiginu með egginu og mjólkinni. Deigið hnoðað vel í skálinni. Látið deigið lyfta sér um helming í skálinni á volgum stað, rakt stykki lagt yfir. Dálitlu hveiti stráð á borð, deigið hnoðað og síðan mótað eftir vild. Sett á smurða plötu, látið lyfta sér tilbyrgt. Þegar hornin eða bollurnar hafa stækkað um helming eru þær smurðar að ofan með mjólk og eggi, gott að strá birkis ofan á. Sett inn í miðjan ofninn og bak- að við 200° í 15—20 mínútur. Kælt á kökugrind. Enskar kaffibollur 225 g hveiti 60 g smjörlíki V2 tsk salt 20 g pressuger 1 tsk sykur nál. 1 dl volgt vatn Hveiti, salti, sykri og geri blandað saman, smjörlíkið mulið í, vætt í með volgu vatni. Deigið hnoðað vel. Deigið flatt út með lófanum, stungnar út um fingurþykkar kringlóttar kökur, sem eru látnar lyfta sér undir rökum klút á smurðri plötu um 20—30 mínútur. Smurt með eggi, bakað við 225° í um 10 mínútur. Klofnar og bornar fram með smjöri og marmelaði. Ur þessu sama deigi er ágætt að útbúa kúmenkringlur. Þá er mjólk höfð í deigið í staðinn fyrir vatn og auk þess 3 msk af kúmeni. Búnar strax til kringlur, sem eru látnar lyfta sér, smurðar með rjóma, kúmeni stráð ofan á. Bakað við 225° í HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.