Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 38

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 38
úr ýmsum áttum Úr rœfiu á 55 ára ufniœli kvf. SkviSahrepps. Kvenfélag Skeið'ahrepps var stofnað 21. júní 1908. Stofnendur voru aðeins 16. Var þetta iiæst fyrsta kvenfélagið, sem stofnað var í Arnesssýslu. Kvenfé- lagið á Eyrarbakka er eldra. Þegar litið er yfir bækur félagsins, einkuni liin fyrstu ár, niá greinilega sjá, liversu konur þess tima liafa verið auðugar að fórnarvilja, og umbótaþrá. Yar þó vissulega við rainman reip að draga á niarg- an liátt, svo að mikla bjartsýni og áræði þurfli til þess að stofna kvenfélag, stofnendurnir flestir fá- tækar barnakonur, sem berjast þurftu við skort og þægindaleysi. En þær áttu báa bugsjón, þá, að sam- eina krafta sína til þess að hjálpa þeiin, seni bágast áttu, því að þiirfin var brýn. í fyrstu lögum fclags- ins var þetta tekið fram: „Tilgangur félagsins er að lijálpa bágstöddum sjúklingum og sængurkonum bér í sveitinni á hvern þann bátt, er bezt gegnir og félagið telur hagkvæm- ast“. Var þessum lögiun trúlega framfylgt. Enn er þessi tilgungur félagsins í fullu gildi, en síðar var starfs- 6viðið stækkað og þessu bætt við um tilgang þess: „Að hlynna að þeim niálum, sem til menningar og franifara horfa, eftir því, sem félagið sér færl“. Undir þessu merki hefur svo félagið lifað og starfað öll sín ár eða að minnsta kosti viljað gera það. Mörg mannúðar- og menningarmál hafa verið á dagskrá þess og bverju góðu málefni hefur félagið blynnt að eftir beztu getu... .... Eftir tvo fyrstu áralugina fer félagið að fær- ast ofurlítið í aukana. Árið 1928 gekkst félagið fyrir unglinganámskeiði í sveit sinni og stóð það í þrjá inánuði. Þar voru kenndar allar almennar náms- greinar, líkt og nú gerist í unglingaskólum. Síðan hefur það gengist fyrir námskeiðuin í ýmsum grein- um svo sem í garðrækt, notkun grænmetis, mat- reiðslu, saumuin, bjúkrun, bjálp í viðlögum o. fl. Naut það þá jafnan styrks frá Sambandi sunn- lenzkra kvenna, en félagið gekk i það árið 1928.... .... Ymsar stofnanir hefur fclagið styrkt með beinum fjárframlögum eins og t. d. skólabúsið að Urautarholti, Húsmæðraskóla Suðurlands, sjúkra- búsið á Selfossi, þvottahús o. fl., auk þess sem tals- verðu fé hefur bæði fyrr og síðar verið varið til bjálpar nauðstöddum...... .... Þegar félagið var 20 ára var þess eittbvað minnst með kaffisamsæti, en konurnar lögðu sjálfar fram það, sem til þurfti. Þá liarst félaginu kvæði frá óþekktum höfundi. Sýnir það, að vinsældir félags- ins voru þá þegar orðnar niiklar. Endar kvæðið á þessa leið: Hvar scm reynsla og æskufjör ryðja sér braut, verður rósum á vegina stráð. Þá er sólskin í huga og sigur í þraut, ef í sambúð er unnið bvert verk. .... Enginn dómur skal á það lagður, liver af- rek félagið befur unnið eða hvort þau eru nokk- ur. Lengstum liafa konurnar unnið störf sín í kyrrþey, bæði á heimilum sínum og utan þeirra. En ábrifanna gætir þó bæði í nútíð og framtíð. Sá er árangurinn inestur og beztur, ef æskan metur og virðir það, sem henni hefur verið í hendur lagt með því að verða góðir og nýtir þjóð- félagsþegnar, sem alltaf vilja gera vel og gera Iietur og bafa það æ í liuga, að mest er um vert að vera sannur maöur. Við óskum og vonum, að starf kvenfélagsins hafi orðið þess inegnugt, að bafa árhif til góðs á þá, sem á eftir koina. Guöbjörg Kolbeinsdóttir. Fréttir uf starfi Kvenfélags Lágafellssólmar í desembermánuði 1959 átti Kvenfélag Lágafells- sóknar 50 ára afniæli og í því tilefni var saga þess rakin í stóruni dráttum í „Húsfreyjunni“ og mun því óþarfi að rekja liana bér aftur, en í þess stað sagl frá starfi og stefnu fclagsins á scinni árum. í félaginu eru nú 96 konur, þar af um 70 konur starfandi. Margar af þeim, sein teljast félagar, en starfa ckki, eru félagskonur, sem flutt bafa úr sóku- inni, en balda tryggð sinni við félagið. Eins og flest önnur kvenfélög hefur okkar félag það markinið að vinna að líknar-, mannúðar- og menningarmálum. Birlisl það að miklu í siðferðis- legum sluðningi við bin ýmsu málefni, en sá stuðn- ingur nægir þó ekki einn, það þarf ævinlcga nokk- uð fjármagn til framkvæmda. Allt frá fyrstu tíð liafa félagskonur unnið mjög ötullega að fjáröflun. Hefur félagið ár hvert fasta ljði í slarfseminni til fjáröflunar, svo sem kaffiveitingar í réttum, vor og haust, bazar á bverju ári og tekur einnig þann dag á móti nokkrum bundruðum hestamanna úr Reykja- vík í kaffi að Illégarði. Félagið heldur Þorravöku fyrir sveitarbúa og jólatrésskcnuutun fyrir börn, en fram að þessu hefur sú skennntun ekki gefið nein- ar tekjur, enda ekki lil þess ætlast. Þá hefur félagið ennfremur stofnað til happdrættis og haldið hluta- veltu til að lierða á fjáröflun. Þessir föstu liðir í starfseniinni bcimta gifurlega vinnu og mikinn tíma og hefur því verið ltagað svo til, að félagskonur skipta sér niður í 3 starfsliópa, ineð rúmlega 20 konur í hverjum, og vinna lióp- arnir til skiptis að binuin föstu liðum. Slík skipu- lagning gerir það uð verkum, að ltver liópur þarf aðeins að vinna að einum föstum lið ár livert, þó gefa allar félagskonur kaffibrauð liverju sinni. Auk þcss, sem að framaii er talið, hafa félagskon- ur lagt ótal niörgtun máluin lið, sem til licilla liorfa fyrir almenning í sveitinni. Það lirinti í framkvæmd bjálparstúlkumálinu svonefnda, átti frumkvæðið að 36 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.