Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 8
Afi sat við gluggann og horfði út á göt-
una. I dag var hann 79 ára. Systir Anna
hafði fært stólinn hans út að glugganum
svo að hann sæi ef einhver kæmi í heim-
sókn til hans. Afi var ánægður. Á hjúk-
runardeildinni var að öllu leyti gott að
vera. Heilsan var ekki sem verst, minnið
var gott og lesið gat hann einnig, en það
voru fæturnir, sem brugðust. Þeir vildu
ekki bera hann lengur, og þegar fæturnir
biluðu, var hann fluttur á hjúkrunardeild-
ina. Já, hérna var gott að verð. En hann
saknaði fjölskyldunnar, einkum bama-
bamanna, því að afa þótti vænt um æsk-
una.
Börnin þeirra Jens og Guðrúnar hafði
hann alls ekki séð hér á hælinu og ekki
heldur Þór og Gmrnar, drengina þeirra
Áslaugar og Karls. En Elín heimsótti hann
á páskum og jólum. Hvenær voru þau
Óli og Sigríður hér síðast? Nú það gat
hann auðveldlega séð, því afi átti minnis-
bók og í hana skrifaði hann allt, sem ekki
mátti gleymast. Þarna var minnisbókin
og þarna stóð það: 3. febrúar, Sigríður
og Óli koma í heimsókn. Afi leit til sólar.
Hvað tíminn var fljótur að líða. Gat það
verið, að það væri næstum því ár, síðan
þau heimsóttu hann?
Honum þótti vænt um minnisbókina.
Hún gat verið mjög fróðleg. Sjáum til.
Þarna stóð við 5. marz: 1 dag bar systir
Anna mér kveðju frá Karli. Hann hafði
hringt til hælisins og spurt um líðan mína.
En það var líka nærri ár síðan.
Karl var elstur af drengjvmum. Hve
gamall var hann nú? Hann hlaut að vera
nálægt fimmtugu. Já, tíminn flaug áfram,
það gerði hann sannarlega. 1 raun og veru
var ekkert við því að segja, þótt hann sæi
Karl svona sjaldan. Hann átti svo ann-
ríkt við verzlunina.
I dag mundi hann fá margar heimsókn-
ir. Þór og Gunnar kæmu áreiðanlega og
ef til vill Óli og Sigríður. Það yrði ánægju-
legt að sjá þau aftur. Karl brygðist vissu-
lega ekki og ekki heldur Jens og Guðrún,
auðvitað hann Jens og Guðrún.
Afi stakk minnisbókinni í vasann. Nú
væri notalegt að fá sér í pípuna. Það var
mikil blessun að geta fengið sér reyk,
þegar hann langaði til. Enginn hafði neitt
á móti því. Hann tók upp pípuna og ætl-
aði að fara að troða í hana, en varð þess
þá var að tóbakið var þrotið. Jæja. Karl
mundi bráðum koma og hann kæmi varla
tómhentur í dag. Sannarlega fengi hann
nóg af tóbaki, og pípan hefði ekki nema
gott af því að hvíla sig.
Sjötíu og níu ár var langur tími. Þann
17. næsta mánaðar voru tuttugu og fjög-
ur ár síðan María dó. Sárt var, að hún
skyldi ekki fá að sjá öll barnabömin. Nú,
en hann sá þau nú heldur ekki svo oft.
Hefðu fæturnir dugað betur, þá hefði
hann heimsótt þau öll. Hann gat ferðast
til þeirra allra með strætisvagninum. Leið-
in var ekki lengri en það. Afi horfði á
úrið. Að hálftíma liðnum kæmi systir
Anna með hádegisverðinn. Systir Sólar-
geisli, eins og hann kallaði hana. Og hálf-
ri stundu síðar bjóst hann við póstinum.
1 dag yrði áreiðanlega mikill póstur. í
raun og veru væri gott að fá hádegisverð-
inn áður en heimsóknir hæfust. Systir
Sólargeisli hafði sagt, að þegar gestirnir
kæmu, gætu þeir drukkið með honum
kaffi í stofunni. Sjötíu og níu ár eru mörg
ár. Hann skyldi fá sér vel í pípuna á af-
mælisdaginn. Og nú byrjuðu heimsókn-
irnar fljótlega. Það væri ótrúlegt, ef eng-
um dytti tóbak í hug! Þessi löstur hafði
fylgt honum lengi, lengi. Eða var það ann-
ars nokkur löstur, þegar því fylgdi svona
mikil ánægja?
Dymar opnuðust og systir Anna kom
með hádegisverðinn á bakka. Hún brosti
eins og venjulega, en afi sá ekki, að í dag
6
HÚSFREYJAN