Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 39
því, að tekin var upp danskennsla fyrir skólabörn-
in, fyrir 6 árum, og hefur sú kennsla haldist síðan,
og oft hefur félagið sent frá sér hvalningarorð um
hreinsun lóða í kring nm hús. Þá hefur það reynt
að liafa áhrif á skemnitanalíf unglinga í sveitinni,
m. a. með því að lialda ekki opinbera dansleiki á
sínuin vegum í félagsheimilinu s.-l. 7 ár. Félagið
er aðili að Skógræktarfélagi Mosfellslirepps, Æsku-
lýðsráði Mosfellshrepps, er einn af eigendum félags-
heimilisins Hlégarðs og á fulltrúa í stjórn þess,
einnig á félagið fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir
17. júní liálíðarkvöld. Vegna þátttöku sinnar í
Æskulýðsráðinu hefur félagið getað komið því til
Ieiðar, að haldnir eru loka'öir dansleikir fyrir æsku-
fólk sveitarinnar. Má með sanni segja, að vegna að-
stöðu sinnar gæti áhrifa Kvenfélagsins mjög víða í
félagsstarfi innansveitar.
Á seinni árum Iiefur félagið æ meir látið skóla- og
uppeldismál lil sín taka. Eru þau oft rædd á fund-
um og þá gjarnan sendar ályklanir og lillögur varð-
andi þau. Að Varmá hefur nýlega verið reist glæsi-
legt skólaliús fyrir barnaskólann og á s. 1. vetri var
stofnaður unglingaskóli að Brúarlandi. Hefur Kven-
félagið fylgzt af áhuga með þessum framförum og
glaðst innilega yfir þeim. Nú í vetur gaf félagið
kvikmyndasýningarvél af fullkomnuslu gerð til
skólanna og tveim áruin áður gaf það nærri kr.
200.000,00 til sundlaugar skólanna. Fyrir nokkrum
árum gaf félagið kr. 20.000,00 til íþróttavallar Ung-
mennafélagsins.
Kirkju sinni að Lágafelli befur félagið ávallt sýnt
tryggð og sóma. Á 75 ára afmæli hennar í febrúar
s.l. gaf það dýrindis hátíðaliökul. Áður hefur það
gefið kirkjunni m. a. skírnarfont, fermingarkyrtla,
kr. 43.000,00 til orgelkaupa og sérbikara lil þess að
nota við altarisgöngur. Sérstiik kirkjugarðsnefnd er
starfandi innan félagsins, sem gegnir því hlutverki,
að fegra og snyrta umliverfis kirkjuna.
Námskeiðahald hefur vcrið snar þáttur í starfi
félagsins og liafa á síðustu árum verið lialdin sauma-
námskeið tvisvar á ári, ennfremur haldin sérstök
námskeið i sundi, í leikfimi, i afslöppun, í bjálp í
viðlögum auk matreiðslunámskeiða, fiindurnám-
skeiða og hannyrðanámskeiða. Þá bafa verið haldn-
ir fyrirlestrar um margvísleg efni og einu sinni veitt
tilsögn í snyrtingu og klæðaburði. Hafa námskeið-
in verið ýinist á vegurn sýslusambandsins eða félag-
ið staðið fyrir þeim sjálft. Er mikil bót að því, að
K. í. skuli vera farið að veita styrki út á námskeið,
er félögin standa fyrir sjálf heima fyrir, en um leið
mjög leitt, að sambandið skuli elcki geta lialdið uppi
skipulagðri íáðunaulaþjónustu eins og til stóð. Að-
staða til námskeiðahalds og félagsstarfa almennt er
mjög góð bjá okkur, þar sem hið ágæta félagslieim-
ili Hlégarður er ævinlega til reiðu.
Líknarmálin eru ávalll á dagskrá. Hefur stjórnin
sérstakan sjóð lil ráðstöfunar í því skyni að veita
bágstöddmn stuðning, bæði styrlc vegna veikinda-
tilfella og í sambandi við önnur áföll. Einnig styrkir
félagið á hverju sumri nokkrar konur til húsmæðra-
orlofs. Þessi glaðnings- og góðgerðarstarfsemi fer
ávallt fram í kyrrþey og er aldrei rædd á fundum.
Almennir málfundir eru haldnir einu sinni í mán-
uði og er fyrsti fimmtudagur inánaðarins fastur
fundardagur. Síðasti fundur vetrarins er aðalfundur.
Hver fundur byrjar og endar með sameiginlegum
söng. Á fundum er margt rætt eins og gefur að
skilja og ekkert mál afgreitt nema búið sé að ræða
það rækilega. Þá er á hverjum fundi séð fyrir
skemmtiefni, sein konurnar leggja lil sjálfar —- lesa
þá gjarnan upp sögur eða kvæði. Þykir það ágæt
upplyfting. Að loknuin fundi drekka fundarkonur
kaffi saman. Fræðsluinyndir eru oft sýndar á fund-
uin. Sérstakir fræðslu- og skemmlifundir eru stund-
um haldnir og utanfélagskonur þá verið velkoinnar
til þess að gefa þeim kost á að kynnast starfsemi
félagsins. Fundarsókn er allsæmileg, þegar tekið er
lillit til þess, að mikill Iduti félagskvenna eru ung-
ar konur, sem af skiljanlegum ástæðum eru meira
bundnar lieima en þær eldri. Ilér má geta þess, að
félagið hefur keypt „Húsfreyjuna“ s.l. 8 ár fyrir alla
meðlimi sína. Les því hver einasta kona blaðið. Er
það mikil uppörvun fyrir félagslífið og skerpir fé-
lagsvitundina gagnvart öðrum kvenfélögum. Skora
ég hér ineð á fleiri félög að fara að fordæmi Kven-
íélags Lágafellssóknar í þessu efni.
Leiklist liefur lítið verið stunduð á seinni árum,
en var töluverð liér áður fyrr. Viðhorf og aðstæður
liafa mikið breytzt á síðustu áralugum. Við búum á
þrepskildi borgar og sveitar. Samkeppuin er ströng,
hvað skcmnitanalífið snertir, borgin togar fast í
sveitarfólkið og hefur oftasl belur.
Skemnitiferð er farin á bverju sumri og að vetri
cr farin sameiginleg leikhúsferð. Hópferð til lit-
landa liefur verið niikið rædd iiiidanfarið og var
stofnaður sérstakur sjóður tii slikrar ferðar. Hefur
áliugi verið mikill fyrir utanferðuin til fróðleiks og
kynningar og er þess skeinmst að minnast, þegar 12
konur r Kvenfélagi Lágafellssóknar fóru á Norræna
Húsmæðraþingið á Nyborg Strand í Danmörku
sumarið 1956.
Þótl margt liafi verið gert í þessi 54 ár, sem fé-
lagið liefur starfað' og stefnan alltaf vcrið sú sama í
grundvallaratriðum, þá mun hin öra framþróun í
þjóðlífinu æ skapa ný og ný verkcfni. Og eilt er
víst, að fjölmenn og samtaka kvenfélög mega sín
mikils í því mikla og markvissa slarfi sem framund-
an er.
Hinar nicrku og margþættu framtiðaráætlanir urn
starfsemi K. I., sem gerðar voru ó 15. Landsþingi
þess, og við liöfum allar kynnt okkur, inega sín
lítils ef ekki stendur að baki þeim sterkur liðsafli
til að framkvæma þær. Öll félög innan vébanda K.
I. þurfa að gera sitt, livert og eitt, og öll saman,
til þess, að þessi óætlun geti orðið að veruleika.
Ekki skyltli gleymt að geta þess liér, að Kvenfé-
lag Lágafellssóknar á marga velunnara, sem liafa
stutt það og lagt niáluni þess lið. Oft liefur það koin-
ið fyrir að vinir utan félags sem innan, liafa gefið
HÚSPREYJAN
37