Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 37
Að lokum framreiddar ágætar kaffiveitingar. Mér er óhættt að fullyrða, að allar þær konur, sem með mér voru báðar þessaar orlofsvikur voru hjartanlega ánægðaar og innilega þakk- látan fyrir dvölina á Hallormstað sem eðlilegt er, því aðbúð öll og viðkynning var með þeim ágætum, að ekki verður betra á kosið. Forstöðu- konurnar báðar, þær Ásdís Sveinsdóttir og Guð- rún L. Ásgeirsdóttir, sem gegndi forstöðukonu- starfi síðastliðið ár, meðan Ásdís var í ársfríi, létu sér á allan hátt annt um okkur og gerðu okkur dvölina svo ánægjulega sem auðið var, sömuleiðis kennarar og starfsstúlkur, með alúð- legu viðmóti, hlýlegri og lipurri umgengni. Sannaðist það fornkveðna: „Eftir höfðinu dansa limirnir". Vil ég með þessum fátæklegu orðum senda þeim öllum hlýja þakkarkveðju og inni- legar árnaðaróskir fyrir mína hönd og allra þeirra kvenna, er með mér hafa dvalið þessaar orlofsvikur. Eg veit, að engin þeirra mun vilja skerast þar úr leik. Það, sem mér finnst mest einkenna orlofsvik- urnar, er alúðlegt viðmót, glaðværð, samhugur og félagslyndi, eins og þarna kæmu saman gamlar vinkonur, þó að fæstar hafi sézt áður. Að endingu tek ég mér það bessaleyfi, að birta hér í blaðinu orlofssöng þann, er einn góð- vinur og velunnari orlofskvenna, Kristján Ingólfs- son, skólastjóri á Eskifirði og bróðir okkar ágæta orlofsnefndarformanns, sendi okkur í f yrra sumar og oft var sunginn á Hallormstað í sumar og verður eflaaust sunginn framvegis. Vona ég að höfundurinn misvirði þetta ekki við mig, því að það er gert í þakkar og virðingarskyni við hann. Gilsá, 24. okt. 1963 Þorbjörg Pálsdóttir (Grein þessi átt að birtast í síðasta tölublaði, en varð að bíða vegna rúmleysis.) Þar eð orlofsdvalir húsmæðra eru nú orðnar algengar, mun ,,Húsfreyjan“ vegna rúmleysis hætta að flytja frásagnir um þær. Ritstjórinn. Gerð og val leikfanga Framhald af bls. 2 Leikföng eru bömum nauðsynleg og áríðandi að þau séu vel valin, en engir foreldrar mega láta sér það nægja, að gefa börnunum leikföng. Leikfang hvorki getur né má koma í staðinn fyrir sam- vistir barna og foreldra. Bernskan er ekki lengi að líða. Sam- vistir við börnin á því æviskeiði er ekki hægt að endurtaka og þeir foreldrar, sem ekki njóta þeirra, fara á mis við mikla gleði. S. Th. Ný fægiefni á silfur Nýlega hafa komið fram á markaðinn silf- urfægiefni, sem gefa silfrinu varanlegri gljáa, en áður þekktist, svo að ekki er þörf á að fægja það eins oft. Auk þess sem þessi efni hreinsa og fægja silfrið, mynda þau örþunna himnu utan á mununum, sem ver silfrið síðan fyrir kemiskum álirifum utan frá. Silfrið þarf að vera hreint fyrir og það ])arf að fægja mjög vandlega í fyrsta sinn, sem þessi nýju efni eru notuð. Himnan þol- ir vel þvott og þvottaefni, en liún kann að slitna af við núning á vissum stöðum eða þar sem mest reynir á munina eftir nokk- urn tíma. Á þessum stöðum missir því silfr- ið gljáann og dökknar, en þá þarf ekki ann- að en hreinsa þessa staði á ný og fægja með sama efninu aftur, þá kemur lilífðarhimn- an fram á ný. Ekki er liætta á að of mikið lirúgist á silfrið því að fægiefnið verkar að- eins á þá staði, þar sem það er slitið af. Þessi fægiefni gefa silfrinu rnjúkan og Ijósan Framliald af bls. 14. gljáa, silfrið hrindir vel frá sér vatni, og auðvelt er að þvo það og þurrka. Við athug- anir hefur komið í Ijós, að þessi efni eru lieppilegust á þá hluti sem ekki eru í dag- legri notkun, en við mikla notkun slitnar húðin fljótlega af, og ]iá þarf að fægja aft- ur á svipuðum tíma og hefði þurft með venjulegu fægiefnunum. Ekki hafa komið fram nein óheppileg eða skaðleg áhrif á silfrið af þessum efnum. Það er því talið að þau spari húsmæðrum nokkurn tíma og erfiði, einkum við þá liluti sem lítið eru notaðir nema til skrauts, enda þótt fyrsta notkunin verði álíka fyrirliafnarsöm og ef notað væri venjulegt fægiefni. Ekki liefur komið fram neinn mismunur á hinum ýmsu tegundum, sem á markaði eru í Sví- þjóð nú, og kostnaður við notkun þessara ]>olgóðu fægiefna verður ekki meiri en ann- arra efna, þegar til lengdar lætur. Heimild: RSd och Rön, nr. 4 1964. 35 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.