Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 10
c) að starfsorka vangefins fólks verði
hagnýtt
d) að einstaklingar, sem kynnu að vilja
afla sér menntunar til þess að annast van-
gefið fólk, njóti ríflegs styrks í því skyni.
Eins og ljóst er af fyrstu grein fer því
fjarri, að til séu næg vistheimili fyrir þá
einstaklinga sem á þeim þurfa að halda,
hvorki nú né fyrir sex árum. Lög um fá-
vitahæli voru sett á Alþingi þegar á ár-
inu 1936, mest fyrir atbeina Guðrúnar
heitinnar Lárusdóttur. Þá var eitt hæli
starfandi hérlendis að Sólheimum í Gríms-
nesi. Það tók til starfa 1929 og starfar
enn undir stjórn sömu konu frá upphafi,
Sesselju Sigmundsdóttur og verður braut-
ryðjendastarf hennar seint fullþakkað.
Ellefu árum eftir lagasetninguna um fá-
vitahæli tók til starfa hæli á vegum ríkis-
ins að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Vistmenn þaðan voru svo fluttir í Kópa-
vogshælið er það tók til starfa 1952. Ár-
ið 1954 var stofnað fávitaheimili að Skála-
túni í Mosfellssveit og gengust nokkrar
góðtemplarastúkur í Reykjavík fyrir
stofnun þess. Sólheimar og Skálatún eru
sjálfseignarstofnanir. Á þessum þrem
hælum voru um 130 manns 1958. Ekki
voru til neinar tæmandi skýrslur um
fjölda vangefinna á landi hér, en reiknað
með sömu hundraðstölu og annars stað-
ar eða 1800—2000 manns á öllu landinu.
350 manns af þeim hóp þurfa nauðsynlega
á hælisvist að halda sökum greindarskorts
og mun það sizt ofreiknað. Efndir á fyrir-
heitum um nægilegt og viðunandi hælis-
rúm, sem gefin eru í áðurnefndum lögum,
höfðu lengi látið á sér standa, og mun
orsökin hafa verið fjárskortur og nokkurt
tómlæti opinberra aðila jafnt og aðstand-
enda.
Styrktarfélag vangefinna beitti sér fyrir
því þegar á fyrsta starfsári sínu að stofn-
aður var með lögum Styrktarsjóður van-
gefinna. í þennan sjóð renna nú 30 aurar
af hverri öl- og gosdrykkjaflösku, sem
seld er í landinu. Fé úr sjóðnum skal ein-
göngu varið til þess að byggja hæli og
aðrar stofnanir fyrir vangefið fólk og bæta
þann húsakost, sem fyrir er, eins og sagt
er í skipulagsskrá sjóðsins. Sjóðurinn er í
vörzlu félagsmálaráðuneytisins, en stjórn
styrktarfélagsins hefur tillögurétt um
veitingu úr honum. Er þetta drjúg tekju-
lind og langstærsta skrefið, sem stigið
hefur verið í áttina til að leysa þau vanda-
mál, er skapast á umræddum vettvangi.
Á öllum hælum, sem nefnd voru standa
yfir byggingaframkvæmdir fyrir fé úr
sjóðnum . Búið er að skipuleggja að
mestu, hvernig hælin skuli byggð upp í
framtíðinni. Verður aðalhælið í Kópavogi
og samanstendur af smáhúsum og verða
12—20 vistmenn í hverju. Starfsmanna-
hús hefur þegar verið reist í Kópavogi
fyrir fé úr styrktarsjóðnum og mun það
rúma allt starfsfólk hælisins, þótt það
stækki um helming frá því sem nú er. I
Kópavogi eru nú rúmlega 100 vistmenn.
Þar eru í smíðum tvö vistmannahús, er
væntanlega verða tekin í notkun á næsta
ári og bæta þá úr brýnni þörf, því að
mikil þrengsli eru á hælinu. Þá er mjög
aðkallandi að byggja í Kópavogi hús yfir
starfsemi lækna og sálfræðinga, en slika
þjónustu þarf hvert fullkomið hæli að
hafa. Ekki er í ráði að stækka Skálatúns-
hælið eða Sólheima til muna og ekki hafa
verið ráðgerðar hælisbyggingar á öðrum
stöðum. í Skálatúni eru 27 börn og óvið-
unandi húsnæði. Þar hefur þegar verið
reist starfsmannahús og hafin er nýlega
undirbúningsvinna að nýbyggingu, sem á
að rúma 30 vistmenn. Á Sólheimum eru
um 40 vistmenn. Þar er nú í smíðum hús
fyrir eldhús og borðstofur hælisins. Á
þessu sést að miklar framkvæmdir hafa
verið á undanfarandi árum á þessu sviði
og munu verða á næstu árum. Vonandi
tekst að búa svo um, að hver einstakling-
ur sem þarf á hælisvist að halda geti feng-
ið hana án tafar, að ekki þurfi að hafa fá-
vita í heimahúsum við erfið skilyrði og að
fullorðnir foreldrar þurfi ekki að hafa
áhyggjur af því, hvað um andlega fötluð
börn verði eftir sinn dag. Þetta tvennt
hefur um árabil verið aðstandendum hið
mesta áhyggjuefni.
8
HÚSFREYJAN